Jólakortapökkun laugardaginn 14. nóvember – taktu þátt

Íslandsdeild Amnesty International verður með jólakortapökkun laugardaginn 14. nóvember, frá kl. 14-17. Félagar og aðrir eru hvattir til að kíkja við smástund, hjálpa til við pökkun, nálgast jólakort 2009 eða úrval jólakorta fyrri ára.

Íslandsdeild Amnesty International verður með jólakortapökkun laugardaginn 14. nóvember, frá kl. 14-17. Félagar og aðrir eru hvattir til að kíkja við smástund, hjálpa til við pökkun, nálgast jólakort 2009 eða úrval jólakorta fyrri ára.

Boðið verður upp á piparkökur, kaffi, gos og góða tónlist.

Jólakortapökkunin verður haldin á skrifstofu deildarinnar í Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík, 3. hæð.

Hægt er að nálgast kortin á netinu í Amnesty-búðinni.