Allt frá stofnun Amnesty International fyrir tæpum 50 árum hafa samtökin barist fyrir einstaklinga sem sæta mannréttindabrotum.
Allt frá stofnun Amnesty International fyrir tæpum 50 árum hafa samtökin barist fyrir einstaklinga sem sæta mannréttindabrotum. Samviskufangar hafa verið leystir úr haldi, komið hefur verið í veg fyrir aftökur, pyndingum hefur linnt og horfnir hafa komið fram. Ein grunnstoða mannréttindabaráttu Amnesty International er starf samtakanna í þágu einstaklinga sem sæta mannréttindabrotum.
Alison Hill er sérfræðingur í aðalstöðvum Amnesty International. Hún flytur fyrirlestur þriðjudaginn 1. desember kl. 20.00 í húsnæði Íslandsdeildar Amnesty International Þingholtsstræti 27, 3 hæð. Í fyrirlestri sínum beinir hún sjónum að rannsóknum og aðgerðum samtakanna í þágu einstaklinga.
Fyrirlesturinn fer fram í húsnæði Íslandsdeildar Amnesty International að Þingholtsstræti 27, þriðju hæð.
Hvetjum alla félaga og aðra til að koma og heyra um aðgerðastarf alþjóðasamtakanna í þágu einstaklinga.
