Dagskrá í tilefni alþjóðlega mannréttindadagsins 10. desember kl. 20.00

Í tilefni hins alþjóðlega mannréttindadags 10. desember og 16 daga átaks gegn kynbundu ofbeldi efna Amnesty International og Mannréttindaskrifstofa Íslands til sameiginlegrar dagskrár í Amnesty-salnum, Þingholtsstræti 27, 3. hæð, kl. 20:00.

Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum.

1. gr. Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna

Í tilefni alþjóðlega mannréttindadagsins 10. desember og 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi efna Amnesty International og Mannréttindaskrifstofa Íslands til sameiginlegrar dagskrár í Amnesty-salnum, Þingholtsstræti 27, 3. hæð, kl. 20:00.

Bann við mismun er hornsteinn hins alþjóðlega mannréttindakerfis sem á upphaf sitt í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var á allsherjarþingi samtakanna hinn 10. desember 1948.

I tilefni dagsins  verða sýndar tvær nýjar íslenskar heimildamyndir sem fjalla um mannréttindi frá ólíkum sjónarhornum og tónlistarmaðurinn Svavar Knútur flytur nokkur lög.

Sýndar verða myndirnar:

Taktu þátt eftir Sörku Wohlmuthovu, sem beinir sjónum að reynsluheimi ungra kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og

Athvarfið eftir Kristínu Tómasdóttur og Garðar Stefánsson, heimilda-/og kynningarmynd um Kvennaathvarfið.

Dagskráin hefst kl. 20.00, og aðstandendur myndanna munu sitja fyrir svörum.

 Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.