Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar verða að tryggja neyðaraðstoð fyrir Haítí

Bandarísk yfirvöld og stofnanir Sameinuðu þjóðanna (SÞ) á Haítí verða að ráða bót á skorti á neyðaraðstoð fyrir fórnarlömb jarðskjálftans á Haítí.

Bandarísk yfirvöld og stofnanir Sameinuðu þjóðanna (SÞ) á Haítí verða að ráða bót á skorti á neyðaraðstoð fyrir fórnarlömb jarðskjálftans á Haítí.

Fregnir frá stjórnvöldum á Haítí og hjálparsamtökum í landinu herma að matur, vatn og nauðsynlegur læknabúnaður hafi borist til landsins en sé enn ekki tiltækur fyrir þá sem mest þurfa á aðstoð að halda víðs vegar um höfuðborgina, Port-au-Prince, og nærliggjandi svæðum.

Fregnir frá sumum svæðum, eins og til dæmis bænum Gressier, herma að dreifing nauðsynlegra hjálpargagna sé enn ekki hafin.

 

Amnesty International hefur einnig hvatt bandarísk stjórnvöld og stofnanir SÞ til að tryggja vernd þeirra sem mest eiga undir högg að sækja, sérstaklega forsjárlausra barna, sem verður að vera forgangsmál ásamt útdeilingu matar og vatns.

 

Börn á Haítí eiga á hættu að vera rænt af mansalshópum, sæta misnotkun og barnaþrælkun, eða kynferðisofbeldi. Grípa verður til ráðstafana sem fyrst til að verja þau.

Einnig verður að grípa strax til sérstakra ráðstafana til að þúsundir flóttamanna sem hafa flúið til annarra svæða á Haítí geti fengið vatn, mat og húsaskjól.

 

Óttast er að yfir 100.000 Haítíbúar hafi farist eftir að jarðskjálfti sem var 7.1 stig á Richterskvarða reið yfir eyjuna þann 12. janúar. Enn er ekki vitað um afdrif þúsunda og eftirlifendur þurfa mjög á drykkjarvatni, mat og læknisþjónustu að halda.