Fyrir skemmstu efndi Íslandsdeild Amnesty International til samkeppni meðal framhaldsskóla landsins um besta árangurinn á bréfamaraþoni í þágu mannréttinda. Sá skóli sem ber sigur úr býtum hlýtur viðurkenningu frá Íslandsdeild Amnesty International þegar úrslit verða tilkynnt, fimmtudaginn 28. janúar næstkomandi í húsakynnum deildarinnar að Þingholtsstræti 27, klukkan 17:00.
Fyrir skemmstu efndi Íslandsdeild Amnesty International til samkeppni meðal framhaldsskóla landsins um besta árangurinn á bréfamaraþoni í þágu mannréttinda. Sá skóli sem ber sigur úr býtum hlýtur viðurkenningu frá Íslandsdeild Amnesty International þegar úrslit verða tilkynnt, fimmtudaginn 28. janúar næstkomandi í húsakynnum deildarinnar að Þingholtsstræti 27, klukkan 17:00.
Árangur skólanna var glæsilegur en samtals skrifuðu menntskælingar hátt í 1200 bréf og kort til tuttugu og þriggja landa þar sem mannréttindi eru fótumtroðin, en alls voru 4260 bréf og kort send frá Íslandi.
Bréfin sem framhaldsskólarnir tóku þátt í að skrifa og fólu í sér körfu um úrbætur í mannréttindum lutu bæði að brotum á borgaralegum-og pólitískum réttindum og efnahagslegum, menningarlegum og félagslegum réttindum. Þar má telja ofsóknir á hendur mannréttindalögfræðingum í Víetnam, þvingaðan brottflutning á fólki víða í sunnanverðri Afríku, mæðradauða í Síerra Leóne, mannréttindabrot stórfyrirtækja á Indlandi og á óseyrum Nígerfljóts, mismunun gegn Róma-börnum í Slóvakíu, einangrunarvist á dauðadeildum, sýruárás á verkalýðsfrömuð á Grikklandi, og þvingaðan brottflutning palestínskra fjölskyldna sem búa í þorpunum Humsa og Hadidiya á Vesturbakkanum, svo dæmi séu tekin.
Bréfin sem send voru utan veita þolendum mannréttindabrota styrk og von en þau sýna jafnframt að tugþúsundir einstaklinga um heim allan er ekki sama um örlög þeirra. Íslendingar sýndu sannarlega í verki að örlög þeirra sem sæta mannréttindabrotum skiptir þá máli.
