537 undirskriftir vegna mannréttindabrota á Papúa Nýju-Gíneu

Fyrir skemmstu stóð Íslandsdeild Amnesty International fyrir undirskriftasöfnun vegna þvingaðra brottflutninga á fólki á Porgera-svæðinu í Papúa Nýju-Gíneu. Stefndi deildin á að safna 500 undirskriftum frá Íslandi og senda út.

Kæru félagar og aðrir velunnarar mannréttinda,

Fyrir skemmstu stóð Íslandsdeild Amnesty International fyrir undirskriftasöfnun vegna þvingaðra brottflutninga á fólki á Porgera-svæðinu í Papúa Nýju-Gíneu. Stefndi deildin á að safna 500 undirskriftum frá Íslandi og senda út.

Það er deildinni sérstakt fagnaðarefni að á einungis þremur vikum skrifuðu 537 einstaklingar hérlendis undir aðgerðabeiðnina. Án ykkar stuðnings hefðum við aldrei náð þessum árangri.

Íslandsdeild Amnesty International þakkar öllu því góða fólki sem tók þátt í undirskriftasöfnuninni fyrir að sýna í verki að mannréttindi varði það miklu. Það er með samstöðu ykkar sem vinna okkar ber árangur.

Með innilegu þakklæti,

Starfsfólk Íslandsdeildar Amnesty International