Amnesty-bíó í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna stendur Íslandsdeild Amnesty International fyrir sýningu á tveimur heimildamyndum; Defending Women, Defending Rights og No woman should die giving birth: Maternal mortality in Sierra Leone.

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna stendur Íslandsdeild Amnesty International fyrir sýningu á tveimur heimildamyndum; Defending Women, Defending Rights og No woman should die giving birth: Maternal mortality in Sierra Leone.

Myndirnar  verða sýndar fimmtudaginn 11. mars í húsakynnum samtakanna að Þingholtsstræti 27, þriðju hæð, og hefst sýningin klukkan 20:00.

Fyrri myndin fjallar um baráttuna gegn ofbeldi á konum. Rætt er við mannréttindafrömuði úr röðum kvenna frá Kongó, Gvatemala, Ísrael, Spáni og Nepal.

Seinni myndin fjallar um mæðradauða í Síerra Leóne en ein af hverjum átta konum í landinu deyr af barnsförum. Til samanburðar lætur 1 af hverjum 4000 konum lífið af barnsförum í þróuðum ríkjum. Stærstur hluti kvenna í Síerra Leóne býr við örbirgð og skort og sárafáar hafa aðgang að heilbrigðisþjónustu. Í flestum tilfellum væri unnt að komast hjá dauðsföllum barnshafandi kvenna ef þær hefðu aðgang að viðhlítandi læknisaðstoð þegar og ef vandkvæði koma upp á meðgöngu.    

Myndirnar eru með ensku tali.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir !