Mannréttindabrot í tengslum við Heimssýninguna 2010

„Betri borg – betra líf“ er þema Heimssýningarinnar 2010 (Expo 2010), sem hófst í Sjanghæ þann 1. maí. En slagorðið er merkingarlaust fyrir yfir 18.000 fjölskyldur sem sættu þvinguðum brottflutningi af heimilum sínum til að byggja sýningarsvæðið.

„Betri borg – betra líf“ er þema Heimssýningarinnar 2010 (Expo 2010), sem hófst í Sjanghæ þann 1. maí. En slagorðið er merkingarlaust fyrir yfir 18.000 fjölskyldur sem sættu þvinguðum brottflutningi af heimilum sínum til að byggja sýningarsvæðið.

Jin Yuehua, íbúi í Sjanghæ, er ein margra kvenna sem hafa barist fyrir húsnæðisréttindum annarra. En kínversk yfirvöld hafa haft afskipti af henni vegna mannréttindastarfs hennar.

Frá því í febrúarlok hefur margt baráttufólk sætt eftirliti eða varðhaldi til að stöðva mótmæli þeirra og viðtöl við blaðamenn í aðdraganda Heimssýningarinnar. Öryggisráðstafanir hafa síðan verið hertar frá því að sýningin hófst.

 „Einn einkennisklæddur lögreglumaður og fjórir öryggisverðir hafa fylgst með húsinu mínu, ég get ekki farið út til að kaupa mér mat eða hitta vini,“ sagði Jin Yuehua í samtali við Amnesty International.

Hún tilheyrir hópi kvenna sem berst fyrir réttinum til húsnæðis í Sjanghæ. Flestar konurnar eru á sextugs- og sjötugsaldri og hafa sætt illri meðferð, áreiti og stundum verið fangelsaðar fyrir að taka þátt í baráttunni gegn þvinguðum brottflutningi fólks.

Draumur Jin Yuehua um að geta sent son sinn í háskóla brast eftir að fasteignaverktakar jöfnuðu raftækjaverslun hennar í Minhang-hverfi við jörðu. Kæra hennar vegna málsins var aldrei tekin fyrir hjá dómstólum.

Árið 2004 byrjaði hún að skrásetja mál fólks sem misst hafði heimili sín og lifibrauð með sambærilegum hætti og skrifaði bænaráköll til stjórnvalda.

„Minhang-hverfi var síðasta hverfið í Sjanghæ sem var endurskipulagt. Ekki er lengra síðan en tvær vikur að enn var verið að berja fólk og brjóta á því bein vegna þess að það neitaði að yfirgefa heimili sín,“ sagði Jin Yuehua.

 

Maður situr á rústum húss síns í Minhang-hverfi í Sjanghæ

Borgaryfirvöld hafa áreitt Jin Yuehua vegna baráttu hennar og ítrekað handtekið hana eða sett í stofufangelsi. Efnahagur hennar hefur versnað mjög vegna þessa og sonur hennar þurfti að hætta í skóla af þeim sökum.

Heimssýningin 2010 er stærsta og dýrasta heimssýning í sögunni. Yfir 190 ríki taka þátt í henni og búist er við að allt að 100 milljónir manna heimsæki sýninguna.

Þvingaðir brottflutningar hófust í stórum stíl í Sjanghæ árið 2000. Frá 2005 hófu yfirvöld að flytja nærri 20.000 manns frá svæði í miðborg Sjanghæ, sem ætlunin er að nota í aðeins sex mánuði meðan Heimssýningin stendur yfir. Samkvæmt tölum frá aðstandendum sýningarinnar hafa íbúar 18.000 heimila neyðst til að flytja vegna sýningarinnar.

 

Shen Pelan, sem býr í Minhang-hverfi, hefur verið handtekin nærri 100 sinnum frá árinu 2000.

„Að minnsta kosti 3.000 fjölskyldur eru fórnarlömb niðurrifs í Minhang-hverfi. Þær eru svo fátækar að margar þeirra hafa ekkert húsaskjól. Sumar leigja mjög lítið herbergi án salernis. Ég þoli ekki að sjá fólk búa svona án þess að segja skoðun mína,“ sagði hún í samtali við Amnesty International.

Mao Hengfeng hefur ítrekað verið handtekin vegna baráttu hennar fyrir kyn- og frjósemisréttindum kvenna og fórnarlömb þvingaðs brottflutnings.

Hún var dæmd í 18 mánaða endurmenntun gegnum vinnu þann 4. mars 2010 fyrir að taka þátt í friðsamlegum mótmælum til stuðnings Liu Xiaobo, sem situr í fangelsi fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum.

„Hverju skiptir það þó einhver okkar búi vel og þegi en stjórnvöld haldi áfram að níðast á öðrum borgurum og sundri enn fleiri fjölskyldum og steypi þeim í fátækt og hreki fólk út fyrir borgina svo að ríkustu kaupsýslumennirnir geti fengið land þeirra. Margir sem leita réttlætis fyrir dómstólum sæta handtökum og pyndingum.“ sagði Mao Hengfeng.

 

Gríptu til aðgerða – aðgerð á heimasíðu alþjóðasamtakanna !

Aðgerðin