MANNRÉTTINDI Á MENNINGARNÓTT !

Vöfflur, kaffi, kakó, tónlist og mannréttindabarátta!

 Vöfflur, kaffi, kakó, tónlist og mannréttindabarátta!

Íslandsdeild Amnesty International stendur fyrir „opnu húsi“, næstkomandi laugardag á menningarnótt, frá 14:00 til 16:00, á skrifstofu deildarinnar að Þingholtsstræti 27, 3. hæð.

Samtökin bjóða öllum að heimsækja skrifstofuna, þiggja veitingar og skrifa undir póstkort til stjórnvalda víða um heim og þrýsta þannig á þau að virða mannréttindi.

Starfsmenn segja frá starfi samtakanna.

Komið og kynnist starfinu betur.

Ellen Kristjánsdóttir og Pétur Hallgrímsson, syngja og spila á meðan gestir þiggja veitingar.

 

Frá menningarnótt 2009

Frá menningarnótt 2009