Þúsundir Róma-barna, vítt og breitt um Slóvakíu, njóta ófullnægjandi menntunar. Ástæðan er útbreidd mismunun í garð Róma-fólks og skólakerfi sem síendurtekið bregst þeim.
Þúsundir Róma-barna, vítt og breitt um Slóvakíu, njóta ófullnægjandi menntunar. Ástæðan er útbreidd mismunun í garð Róma-fólks og skólakerfi sem síendurtekið bregst þeim.
Rótgróin andúð í garð Róma-fólks innan menntakerfisins hefur alið af sér aðstæður þar sem Róma-börn, allt niður í leikskólaaldur, eru lokuð inni í skólastofum, á skólagöngum eða skólabyggingum, jafnvel á matmálstímum, til að koma í veg fyrir að þau eigi samskipti við nemendur af öðrum uppruna.
Aðgreining Róma-barna í skólum Slóvakíu tekur á sig ýmsar myndir. Í nokkrum héruðum landsins sækja Róma-börn skóla þar sem nemendur eru aðgreindir eftir uppruna. Oft eru námskrár ekki samræmdar innan tiltekins skóla, þó um sama árgang sé að ræða, og miðast kennsla í sumum bekkjum við mun lakari námskrár og minna námsefni.
Á landsvæðum í Slóvakíu, þar sem stór hluti íbúa er Róma-fólk, eru Róma-börn þrjú af hverjum fjórum börnum sem sækja sérskóla, ætlaða nemendum með „væga vitsmunalega skerðingu”. Í Slóvakíu eru Róma-börn 85% nemenda í sérbekkjum innan almennra skóla. Engu að síður er Róma-fólk aðeins 10% af íbúafjölda landsins.
Almennir grunnskólar í Slóvakíu eru illa útbúnir til að veita nemendum af ólíkum uppruna nauðsynlegan stuðning í námi og oft er starfslið skólanna óviljugt að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda.
Margt Róma-fólk hefur ekki slóvakísku að móðurmáli. Menningarmunur felur í sér að Róma-börn þurfa að læra annað tungumál og aukin stuðning í námi. Þegar þessum þörfum er ekki mætt dragast Róma-börn aftur úr námslega og eru í framhaldinu annað hvort færð úr almennum skólum í sérskóla eða látin sitja í sérbekkjum innan almennu skólanna.
Róma-börn sem eru færð yfir í sérskóla eða sérbekki, eiga sáralitla möguleika á að aðlagast almennum skóla á nýjan leik. Að auki útskrifast nemendur sem ljúka barnaskólanámi, þar sem sérsniðin námskrá er höfð til hliðsjónar í allri kennslu, með lægri einkunnir sem takmarkar möguleika þeirra til framhaldsnáms við sérskóla á gagnfræðaskólastigi. Þeir skólar bjóða eingöngu upp á nám í verklegum greinum þar sem börnin fá tveggja til þriggja ára þjálfun til að geta unnið sem slátrarar, múrarar, skósmiðir og garðyrkjumenn, svo dæmi séu tekin.
Mismunun og aðgreining barna í skólum Slóvakíu útilokar fulla þátttöku Róma-fólks í samfélaginu og heldur þeim föngum á jaðri samfélagsins og í vítahring fátæktar. Árið 2008 voru ný skólalög sett í Slóvakíu sem banna alla mismunun, sérstaklega aðskilnað eða einangrun. Í lögunum er þó ekki að finna skýra skilgreiningu á „aðskilnaði“ eða afdráttalausar viðmiðunarreglur eða mælikvarða fyrir skólayfirvöld til að geta bent á aðskilnað og knúið fram breytingar sem miða að samlögun allra barna í skólakerfinu. Enn hefur ekki verið ráðist í árangursríkar aðgerðir til að koma á banni við allri mismunun í Slóvakíu.
Róma-börn
Yfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar Slóvakíu um að aðskilnaður Róma-barna í skólum landsins verði með öllu lagður af, gefur þó tilefni til nokkurrar bjartsýni. Hins vegar á ríkisstjórn Slóvakíu mikið verk fyrir höndum til að binda enda á aðskilnað og einangrun Róma-barna í skólum landsins. Aðgreining barna í skólum hefur áhrif til lífstíðar því framtíðarmöguleikar þeirra eru gróflega takmarkaðir. Þær ákvarðanir sem ríkisstjórn landsins tekur á næstunni munu hafa áhrif á líf þúsunda Róma-barna. Það er í höndum ríkisstjórnarinnar að tryggja Róma-fólki möguleika á fullri þátttöku í slóvakísku og evrópsku samfélagi.
GRÍPTU TIL AÐGERÐA:
Settu nafn þitt á undirskriftalista til að þrýsta á forsætisráðherra Slóvakíu, Iveta Radiĉová, að grípa til aðgerða sem munu knýja fram og styrkja bannið við mismunun og aðskilnað Róma-barna í slóvakískum skólum.
Undirskriftasíðan
