Afhentu Róma-börnum lykil að framtíð þeirra

Íslandsdeild Amnesty International stendur fyrir viðburði í Dropanum í Smáralind, laugardaginn 9. október frá klukkan 13:00 til 17:00 til stuðnings Róma-börnum í Slóvakíu.

Íslandsdeild Amnesty International stendur fyrir viðburði í Dropanum í Smáralind, laugardaginn 9. október frá klukkan 13:00 til 17:00 til stuðnings Róma-börnum í Slóvakíu. Nánar um mismunun gegn Róma börnum.

Gestir og gangandi eru hvattir til að koma til aðstoðar Róma-börnum í Slóvakíu sem mismunað er í skólum landsins og „afhenda lykil að framtíð þeirra“ með undirritun aðgerðakorts sem er í formi lykils.

Hljómsveitin Silhouette mun leika seiðandi tónlist undir sterkum áhrifum úr Róma-tónlist Balkansskagans. Hljómsveitin er skipuð Hauki Gröndal sem leikur á klarínett, Ásgeir Ásgeirssyni er leikur á tamboura, Róbert Þórhallsyni á rafbassa og Arik Qvick sem leikur á slagverk og trommur.

Íslandsdeild Amnesty International þiggur með þökkum aðstoð félaga við söfnun undirskrifta á aðgerðakortin. Vinsamlegast hafið samband við Bryndísi Bjarnadóttur, herferða-og aðgerðastjóra Íslandsdeildar Amnesty International ef þið getið aðstoðað, bb@amnesty.is