Hið árlega bréfamaraþon Íslandsdeildar Amnesty International fer fram dagana 4. til 14. desember. Þetta er í sjöunda sinn sem bréfamaraþonið er haldið á Íslandi en í fyrra sendum við rúmlega 4000 bréf og kort til stuðnings þolenda mannréttindabrota um heim allan.
Hið árlega bréfamaraþon Íslandsdeildar Amnesty International fer fram dagana 4. til 14. desember. Þetta er í sjöunda sinn sem bréfamaraþonið er haldið á Íslandi en í fyrra sendum við rúmlega 4.000 bréf og kort til stuðnings þolenda mannréttindabrota um heim allan. Samtímis munu fara fram bréfamaraþon í Amnesty-deildum í yfir 60 löndum víða um heim.
Eins og hin fyrri ár fer bréfamaraþonið fram um land allt og tekur fjöldi bókasafna þátt.
Í Reykjavík býður Íslandsdeild Amnesty International öllum að mæta á skrifstofu deildarinnar, laugardaginn 11.desember frá 13 til 18 að Þingholtsstræti 27, þriðju hæð.
Undanfarin ár hefur myndast skemmtileg jólastemning en kaffi, kakó og piparkökur verða að sjálfsögðu á boðstólnum.
Við hvetjum alla til að mæta, leggja hönd á plóginn og njóta notalegrar jólastemningar á aðventunni.
Fylgist með á heimasíðu okkar og fésbókarsíðunni og fáið nánari upplýsingar um hvar og hvenær bréfamaraþonið fer fram á öðrum stöðum á landinu.
