Sýrlensk yfirvöld verða að hætta ofbeldi sínu gegn fólki sem hefur unnið sér það eitt til saka að hafa sagt skoðun sína í mótmælum á opinberum vettvangi.
Sýrlensk yfirvöld verða að hætta ofbeldi sínu gegn fólki sem hefur unnið sér það eitt til saka að hafa sagt skoðun sína í mótmælum á opinberum vettvangi.
Ofbeldið stigmagnast, en fjöldahandtökur og ill meðferð á handteknum hefur bara hvatt mótmælendur í landinu til dáða. Þeir verða að fá að tjá skoðanir sínar með friðsamlegum hætti án þess að sæta ógnum af hálfu stjórnvalda.
Einn leiðtogi andófsmanna, Riad Seif, var handtekinn nýlega þegar hann yfirgaf al-Hasan moskuna í Damaskus. Hann var áður óháður þingmaður á sýrlenska þinginu og hefur tvisvar verið settur í fangelsi fyrir skoðanir sínar.
Hundruð annarra hafa verið handteknir og haldið í einangrun frá því mótmæli til stuðnings umbótum í landinu hófust um miðjan mars.
Amnesty International hefur áhyggjur af örlögum margra annarra sem hafa verið handteknir undanfarið fyrir stuðning sinn eða þátttöku í mótmælum í landinu. Þeirra á meðal eru stjórnmálamenn, baráttufólk fyrir mannréttindum, trúarleiðtogar og blaðamenn.
Frá 30. apríl hafa sýrlenskar öryggissveitir farið hús úr húsi í bæjum og borgum í landinu, þar á meðal í al-Zabadani og Madaya (vestan við Damaskus), Dera’a í landinu sunnanverðu, Duma (nærri Damaskus), og hafnarborginni Latakia. Á flestum þessum stöðum hafa stjórnvöld klippt á símalínur og lokað fyrir farsíma.
Amnesty International hefur sett saman lista 540 einstaklinga sem sýrlenskar öryggissveitir hafa drepið undanfarnar sjö vikur.
Taktu þátt í aðgerð og þrýstu á sýrlensk stjórnvöld!
Aðgerðin
LESTU MEIRA
Demanding change in the Middle East and North Africa
