Laugardaginn 28. maí fagnar Amnesty International 50 ára baráttu fyrir mannréttindum. Í tilefni þess hefur Reykjavíkurborg samþykkt að endurskíra Laugaveginn og þann dag mun hann heita Mannréttindavegur.
Laugardaginn 28. maí fagnar Amnesty International 50 ára baráttu fyrir mannréttindum. Af því tilefni hefur Reykjavíkurborg samþykkt að nefna Laugaveginn upp á nýtt og þann dag mun hann heita Mannréttindavegur.
Lúðrasveitin Svanur leiðir mannréttindagönguna sem hefst klukkan 15.00. Gengið er frá Kjörgarði niður Mannréttindaveg. Að göngu lokinni býðst öllum að taka þátt í afmælisdagskrá á Hótel Borg þar sem fjöldi listamanna kemur fram og skemmtir gestum.
Það tónlistarfólk sem fram kemur er: Gunnar Þórðarson, Jónas Sigurðsson, Sigríður Thorlacius, Guðmundur Óskar Guðmundsson, Gissur Páll Gissurarson og Steingrímur Þórhallsson. Leikararnir Ingvar E. Sigurðsson, Pétur Jóhann Sigfússon, Gísli Örn Garðarsson og Sigurður Sigurjónsson flytja verkið Vindur, Hold og andi eftir Kjartan Árnason. Auk þeirra mun Jóhann Alfreð Kristinsson uppistandari í Mið-Íslandi kitla hláturtaugarnar.
Á þessu stórafmæli Amnesty International fögnum við því sem áunnist hefur í 50 ára sögu mannréttindabaráttunnar og tökum höndum saman um að halda göngunni áfram í átt að heimi þar sem allir fá notið mannréttinda.
