Amnesty International fagnar 50 ára afmæli í dag 28. maí. Í tilefni af afmælinu hafa Listahátíð í Reykjavík og Íslandsdeild Amnesty International tekið höndum saman um SMS AÐGERÐ á Listahátíðartónleikum Högna Egilssonar og karlakórsins Fóstbræðra í Hörpu, sem ber upp á afmælisdag samtakanna.
Amnesty International fagnar 50 ára afmæli í dag 28. maí. Í tilefni af afmælinu hafa Listahátíð í Reykjavík og Íslandsdeild Amnesty International tekið höndum saman um SMS AÐGERÐ á Listahátíðartónleikum Högna Egilssonar og karlakórsins Fóstbræðra í Hörpu, sem ber upp á afmælisdag samtakanna.
Aðgerðin felst í því að við upphaf tónleikanna á laugardaginn verða tónleikagestir hvattir til að senda eitt sms gegn dauðarefsingum.
Amnesty International á að baki langt og farsælt samstarf með ýmsu listafólki sem leggur baráttunni fyrir mannréttindum lið með list sinni. Listafólkið kemur úr ólíkum áttum og sameinast í baráttunni fyrir réttlæti, frelsi og mannlegri reisn, eins og milljónir annarra Amnesty félaga. Sá kraftur og sú ástríða sem listafólk hefur lagt í mannréttindabaráttu samtakanna er ómetanleg.
