Rússnesk stjórnvöld verða að hjálpa til við að binda enda á óöldina í Sýrlandi

Rússland og Kína beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þann 4. febrúar 2012 gegn tiltölulega veikum drögum að ályktun ráðsins vegna Sýrlands.

Rússland og Kína beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þann 4. febrúar 2012 gegn tiltölulega veikum drögum að ályktun ráðsins vegna Sýrlands. Ályktunin naut víðtæks stuðnings annarra aðildarríkja öryggisráðsins.

Í kjölfar þessa magnaðist valdbeiting sýrlenskra stjórnvalda gegn nokkrum íbúðarhverfum í borginni Homs. Samkvæmt heimildum Amnesty hafa yfir 300 manns verið drepnir síðan þá, þar af 280 í borginni Homs. Flestir hinna látnu eru óvopnaðir borgarar. Hundruð til viðbótar eru taldir hafa særst. Handtökur halda áfram í Sýrlandi og þúsundir eru taldir í haldi að geðþótta yfirvalda og eiga mjög á hættu að sæta pyndingum eða annarri illri meðferð.

Amnesty International telur beitingu neitunarvaldsins sýna ábyrgðarleysi og vera svik við íbúa Sýrlands.

Sýrlensk stjórnvöld virðast halda að þau geti nú beitt hvaða aðferðum sem er til að bæla niður andóf í landinu – Rússland verður að gefa þeim til kynna með greinilegum hætti að svo sé ekki.

Taktu þátt í undirskriftasöfnun og þrýstu á rússnesk stjórnvöld!

http://www.amnesty.is/undirskriftir