Sköpunarkraftur, eldmóður og gleði réðu ríkjum á stofnfundi Ungliðahreyfingarinnar!

Stofnfundur Ungliðahreyfingar Íslandsdeildar Amnesty International, sem haldin var í gær, fór fram úr allra björtustu vonum.

Stofnfundur Ungliðahreyfingar Íslandsdeildar Amnesty International, sem haldin var í gær, fór fram úr allra björtustu vonum. Hátt í fimmta tug ungmenna, á aldrinum 16 til 25 ára, kom saman á skrifstofu Íslandsdeildarinnar, til að fræðast um starf samtakanna, skiptast á skoðunum, vinna saman að aðgerð í þágu mannréttinda, og síðast en ekki síst til að hafa gaman. Það er Íslandsdeild Amnesty International mikið tilhlökkunarefni að vinna áfram að uppbyggingu ungliðastarfs á Íslandi og virkja allan þann takmarkalausa kraft og eldmóð sem býr í ungu fólki.

Allir á aldrinum 16-25 ára eru hjartanlega velkomnir. Hafirðu áhuga, vinsamlega sendu póst á ung(hjá)amnesty.is.

Hér má sjá svipmyndir frá stofnfundinum.