Sýrland: Ný gögn – Mikið mannfall almennra borgara í kjölfar handahófskenndra árása

Almennir borgarar, þar á meðal mörg börn, eru helstu fórnarlömb miskunnarlausra og handahófskenndra árása sýrlenska hersins, segir Amnesty International í nýrri samantekt.

Almennir borgarar, þar á meðal mörg börn, eru helstu fórnarlömb miskunnarlausra og handahófskenndra árása sýrlenska hersins, segir Amnesty International í nýrri samantekt.
 
Samantektin ( ásamt myndbandsupptökum) er byggð á rannsóknum sem gerðar voru frá fyrstu hendi og framkvæmdar í byrjun september af Amnesty International um árásir þar sem 166 borgarar létu lífið í, þar á meðal 48 börn og 20 konur, og særðu hundruð manns í 26 bæjum og þorpum í Idlib, Jabal al-Zawiya og í norðurhluta Hama-svæðisins.
 
Samantektin kemur inn á glæný gögn um nýtt mynstur sem komið hefur fram síðustu vikur. Hersveitir stjórnvalda eru nú að sprengja og skjóta sprengikúlum handahófskennt á þau svæði sem herinn hefur misst eftir að hafa þurft að hörfa undan hersveitum stjórnarandstæðinga – með hörmulegar afleiðingar fyrir almenna borgara.
 
“Hersveitir ríkisins eru nú ítrekað að sprengja og skjóta sprengikúlum á þorp og bæi með ónákvæmum vopnum sem ekki er hægt miða á ákveðin skotmörk, vitandi það að fórnarlömb slíkra ónákvæmra árása eru næstum alltaf almennir borgarar. Þessi vopn ættu aldrei að vera notuð á íbúðahverfi” sagði Donatella Rovera sem nýverið kom til baka frá norðurhluta Sýrlands.
 
Umfjöllun um aðstæður almenna borgara á þessu svæði í Sýrlandi hefur verið ábótavant þar sem athygli heimsins hefur beinst að mestu á deilur í Aleppo og Damaskus. En hryllingurinn sem íbúar í Idlib, Jabal al- Zawiya og norðurhluta Hama-svæðisins þurfa að þola alla daga er alveg jafn átakanlegur.  Ónákvæmar árásir sem þessar falla undir stríðsglæpi.
 
Almennir borgarar hafa fallið eða særst á heimilum sínum, á leið sinni í skjól, eða nákvæmlega á þeim stöðum þar sem þau leituðu sér skjóls. Þann 16. september féllu átta almennir borgarar, þar af fimm börn og margir aðrir særðust í röð loftárása í Kafr Awayed í Jabal al-Zawiya. Íbúar sögðu við Amnesty International að sjö fórnarlambanna sem féllu voru í brúðkaupsveislu eða í nálægum húsum og auk þess féll sex ára gamall drengur þegar hann var að kaupa brauð.
 
Þetta sama mynstur er endurtekið á svæðunum sem eru undir stjórn hersveita stjórnarandstæðinga.
 
Amnesty International varð vitni að daglegum sprengjuárásum, fallbyssuskotum og sprengjuvörpum á þorp og bæi um gjörvallt svæðið. Notkun slíkra ónákvæmra vopna og hergagna á íbúðahverfi síðustu vikur hefur þýtt mikla aukningu í fjölda mannfalla.
Á meðal fórnarlamba slíkra árása voru 35 almennir borgara sem létust í Kafr Anbel þorpinu í tveimur aðskildum loftárásum. Þann 28. ágúst féllu 22 almennir borgarar eftir fjórar loftárásir á markaðstorgið.
 
Þann 22. ágúst voru skotárásir nálægt matvöruverslun þar sem 13 borgarar létust, þar á meðal Zahia al-Aabbi, 31 árs gömul, sem safnaði plasti við þorpið og seldi síðan til að styðja móður, systur, fatlaðan bróður og blindan föður.
 
Árásir nálægt sjúkrahúsum stuttu eftir mikið mannfall, eða á raðir eftir brauði vekja grunsemdir um að slíkar árásir séu úthugsuð skotmörk á svæði þar sem almennir borgarar safnast saman. Það eru alvarleg brot á alþjóðlegum mannúðarlögum og telst vera stríðsglæpur.
 
Hátt mannfall barna sem Amnesty International hefur skjalfest undirstrikar á enn frekari hátt hversu  ónákvæmar árásir sýrlenska hersins eru. Í einni árás féllu fjögur börn – Ghofran Habboub, bróðir hennar og tvö frændsystkini þegar heimili þeirra var varð fyrir sprengju þann 14. ágúst í Shellakh-þorpinu (nálægt Idlib).
 
Nokkrum dögum síðar, þann 18. ágúst, lenti stór sprengjuvarpa á götu í Ma’arat al No’man, suður af Idlib, og féllu tvær fimm ára gamlar stúlkur, Hajar Rajwan og Ines Sabbouh ásamt tveimur frændsystkinum 10 og 11 ára að aldri, þegar þau voru að leika sér fyrir utan heimili sín.
 
Sumt fólk hefur fallið þegar það er að flýja í skjól eða á staðnum sem það leitaði sér skýli. Hundruð manns hafa týnt lífi eða slasast á síðustu vikum, þar af mörg börn, eftir að hersveitir sýrlenskra stjórnvalda hófu herferð af miskunnarlausum og ónákvæmum loft -og skotárásum.
 
Alþjóðasamfélagið er samt sem áður lamað sem fyrr og klofið í ágreiningi. Það hefur hingað til komið í veg fyrir að árangursríkur þrýstingur sé settur á ábyrga aðila sem standa fyrir slíkum árásum.
Þessar ónákvæmu og handahófskenndu árásir falla undir stríðsglæpi og allir þeir ábyrgu, jafnt háttsettir sem og lágt settir, eiga að vita að þeir verði dregnir til ábyrgðar og að þeir geti ekki falið sig bak á við þá afsökun að þeir hafi einungis verið að fylgja skipunum.
 
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á að flýta þessu ferli með því að vísa máli Sýrlands til saksóknara hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum til að tryggja það að þeir sem fremja slíka stríðsglæpi og aðra glæpi sem falla undir alþjóðalög verði dregnir fyrir rétt.
 
Meðlimir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eiga að láta allt pólitískt karp liggja á milli hluta og setja fórnarlömbin í forgang sagði Rovera.
 
“Vísun til Alþjóðlega sakamáladómstólsins myndi senda sterk skilaboð til þeirra sem ábyrgir eru fyrir glæpi sem stríða gegn alþjóðalögum um að refsileysi sé liðin tíð og fengi alla hópa sem eru viðriðnir í átökunin-  jafnt hersveitir stjórnvalda sem og hersveitir stjórnarandstæðinga- til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir fremdu slík brot”
 
Bardagamenn stjórnarandstæðinga hafa á stundum notað ónákvæm vopn (eins og sprengjuvörpur) og jafnvel vopn sem í eðli sínu eru ónákvæm (eins og heimatilbúnar eldflaugar) á íbúðahverfi sem setur almenna borgara í enn frekari hættu.
 
Ef átökin harðna enn frekar þá er hættan sú ef bardagamenn stjórnarandstæðinga ná markmiðum sínum að útvega langdrægari vopn, að þá muni þeir auka ónákvæmar árásir og önnur brot sem að alþjóðasamfélagið hefur ekki getað eða verið ófúst til að stöðva þegar þau hafa verið framin af hersveitum stjórnvalda í stórum stíl.
 
Allir vopnaðir hópar stjórnarandstæðinga – þeir sem eru í Frjálsa sýrlenska hernum eða öðrum hópum- verða að gera öllum undir stjórn þeirra ljóst að þó svo að hersveitir stjórnvalda brjóti mannúðarlög þá afsaki það ekki álíka alvarleg brot af þeirra hendi og að þess háttar brot verði ekki liðin.