Kvenréttindafrömuður frá Gasa með fyrirlestur

Sunnudaginn 11. nóvember klukkan 13:30 mun Amany El-Gharib fjalla um pólitíska þátttöku paletínskra kvenna í lausnum deilumála og friðaruppbyggingu.

 

 

Sunnudaginn 11. nóvember klukkan 13:30 mun Amany El-Gharib fjalla um pólitíska þátttöku palestínskra kvenna í lausnum deilumála og friðaruppbyggingu.

Amany starfar sem verkefnastjóri svæðisbundins samnings um kynbundin réttindi og heilsu kvenna frá Palestínu, Jórdaníu og Lýbíu á vegum samtaka sem vinna að þeim málefnum ásamt baráttu gegn kynbundnu ofbeldi og eflingu þátttöku kvenna í stjórnmálum.

Í starfi sínu leiðir Amany hóp kvensjúkdómalækna, hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa og geðlækna sem vinna við ráðgjöf og vitundarvakningu ungra kvenna og karla á Gaza á ofangreindum málefnum. Vegna bakgrunns hennar í mannréttindamálum og reynslu í stefnumótandi verkefnum og áætlanagerð hefur Amany jafnframt fengið tækifæri til að taka þátt í fundum um stefnumótun við innlendar og alþjóðlegar stofnanir á Gaza.

Sjáumst á sunnudaginn klukkan 13:30 á skrifstofu Amnesty International að Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík.

Þú getur skráð þátttöku þína hér: https://www.facebook.com/events/129413040543723/

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

 

Stjórn Ungliðahreyfingar Amnesty International