Bréf þín bera árangur. Taktu þátt í bréfamaraþoni Amnesty International – og veittu þeim von, sem búa við mannréttindabrot um heim allan.
Í baráttunni fyrir mannréttindum átt þú öflugt vopn. Vopn sem getur breytt heiminum.
NAFNIÐ ÞITT
Bréf þín bera árangur. Taktu þátt í bréfamaraþoni Amnesty International – og veittu þeim von, sem búa við mannréttindabrot um heim allan.
Ef þú heldur að það sé gamaldags að skrifa bréf og tilgangslaust að setja blek á blað á tímum Facebook og Twitter, lestu þá sögu Birtukan Mideksa.
Hjálpaðu til við að frelsa fólk sem má þola margvísleg gróf mannréttindabrot. Taktu þátt í bréfamaraþoni Amnesty – stærsta bréfamaraþoni í heimi. þar geturðu brugðist við vegna 11 áríðandi mála, sem þurfa á athygli okkar að halda. Það hefur aldrei verið einfaldara að taka þátt. Tilbúin bréf til stjórnvalda verða á staðnum. Þú getur einnig sent kort til fórnarlamba mannréttindabrota.
Bréfamaraþonið fer fram um land allt í kringum 10. desember í tilefni af alþjóðlegum mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna. Í ár stendur til að hafa bréfamaraþon í Reykjavík, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Grindavík, á Akranesi, Selfossi, Akureyri, Þórshöfn, Húsavík, Egilsstöðum, Laugum, Ísafirði og á Höfn í Hornafirði.
Nánar
Við viljum biðja þig um að gefa eina til tvær klukkustundir af tíma þínum í þágu þolenda mannréttindabrota á þeim stað sem næstur þér er og auglýstir eru hér að neðan.
Undanfarin ár hefur myndast skemmtileg jólastemning en kaffi, kakó og piparkökur verða að sjálfsögðu á boðstólum.
Við hvetjum þig til að mæta, leggja hönd á plóginn og njóta notalegrar jólastemningar á aðventunni.
Dagskrá bréfamaraþonsins fer fram á eftirfarandi stöðum:
Reykjavík, skrifstofa Amnesty International Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík, 8. desember frá kl. 13-18.
Þórshöfn, íþróttamiðstöðin, mánudaginn 10. desember frá kl. 16-20.
Húsavík, bókasafnið, 6.-15. desember á opnunartíma safnsins.
Ísafjörður, í Edinborgarhúsinu 8. til 9. desember frá 14 til 16.
Höfn í Hornafirði, í Bókasafninu í Nýheimum 1. desember og 15. desember frá 13 til 16.
Egilsstaðir, á Jólakettinum í Barra 15. desember frá 12 til 16.
Akureyri, í verslun Eymundsson 8. desember frá 13 til 16 og 8. desember í verslunni Flóra frá 13 til 15 .
Laugar, Framhaldsskólinn á Laugum, Gamli skóli (Bláa deild) 10. desember frá 13:15 til 18.
Akranes, á Bókasafni Akraness frá 6. til 15. desember á opnunartíma safnsins.
Reykjanesbær, á bókasafninu í Reykjanesbæ 6. til 15. desember á opnunartíma safnsins.
Grindavík, á Bókasafninu í Grindavík 6. og 7. desember frá 11-18.
Selfoss, á Bókasafninu á Selfossi 6. til 15. desember á opnunartíma safnsins.
Hafnarfjörður, á Bókasafninu í Hafnarfirði 6. til 15. desember á opnunartíma safnsins.
Reykjavík Miðbær, á Borgarbókasafni Reykjavíkur 6. til 15. desember á opnunartíma safnsins.
Reykjavík Grafarvogur, á Foldasafni 6. til 15. desember á opnunartíma safnsins.
Reykjavík Gerðuberg, á Gerðubergssafni 6. til 15. desember á opnunartíma safnsins.
