Þúsund þakkir fyrir stuðning þinn á árinu 2012

Saman höfum við barist fyrir tjáningarfrelsinu og réttlætinu og gegn pyndingum og dauðarefsingum. Bestu þakkir fyrir stuðning þinn á árinu 2012.

 

þúsund þakkir fyrir framlag þitt á árinu sem er að líða.

Saman höfum við barist fyrir tjáningarfrelsinu og réttlætinu og gegn pyndingum og dauðarefsingum. Bestu þakkir fyrir stuðning þinn á árinu 2012.

Nú, í lok árs, viljum við þakka þér kærlega fyrir árið sem er að líða. Í ár hefur þú hjálpað til við að bjarga manneskjum, sem dæmdar voru til dauða eða sættu pyndingum. Fyrir þína tilstuðlan hafa samviskufangar verið leystir úr haldi og raddir baráttufólks fengið að heyrast.

Árið  2012 gripu félagar og annað fólk í aðgerðastarfi okkar rúmlega 100.000 sinnum til aðgerða með bréfum, póstkortum, undirskriftum og á annan hátt til stuðnings mannréttindum, sem er meira en tvöföldun í aðgerðum frá árinu 2011!

Þú skiptir máli – lestu þakkir Birtukan Mideksa til þín – hér eru nokkur dæmi um þann árangur sem við höfum náð saman á árinu 2012:

Góð frétt: Baráttumaður í Barein leystur úr haldi!
Sayed Yousif Almuhafdah, sem er baráttumaður fyrir mannréttindum, var leystur úr haldi þann 16. nóvember 2012 og allar ákærur gegn honum felldar niður.

Mannréttindalögfræðingur leystur úr haldi!
Mannréttindalögfræðingurinn Fabián Nsue Nguema var leystur úr haldi að kvöldi 30. október 2012.

Baráttufólk gegn þrælahaldi leyst úr haldi!
Sjö meðlimir IRA-Mauritanie, samtaka í Maritaníu sem berjast gegn þrælahaldi, hafa verið leystir úr haldi.

Andófsmaður leystur úr haldi eftir 100 daga!
Þann 11. október var Diomi Ndongala Eugene, andófsmaður frá Austur-Kongó, leystur úr varðhaldi í höfuðborginni Kinshasa.

Góðar fréttir: Súdanskri andófskonu sleppt úr haldi!
Andófskonunni Alawiya Osman Ismail Kibaida var sleppt 28. júlí eftir að hafa verið í haldi í rúmlega 3 mánuði án ákæru og við bágar aðstæður.

Lestu fleiri góðar fréttir!

Við sendum þér okkar bestu óskir um gleðilega hátíð og farsæld á nýju ári.

Stjórn og skrifstofa

Íslandsdeildar Amnesty International