Jean-Claude Roger Mbede var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir samkynhneigð í apríl 2011. Í Kamerún er samkynhneigð refsiverð samkvæmt þarlendum hegningarlögum.
Jean-Claude Roger Mbede
Jean-Claude Roger Mbede var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir samkynhneigð í apríl 2011. Í Kamerún er samkynhneigð refsiverð samkvæmt þarlendum hegningarlögum.
Í greininni segir: „Sá sem hefur samræði við einstakling af sama kyni skal refsað með fangelsi allt frá sex mánuðum til fimm ára og sektaður um 35 til 350 dollara.“ Þessi löggjöf brýtur gegn fjöldamörgum alþjóðlegum og svæðisbundnum mannréttindasamningum, þar á meðal alþjóðasamningnum um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og Afríkusáttmálanum um mannréttindi og réttindi þjóðarbrota.
Jean-Claude Roger Mbede afplánar nú dóminn í Kondengui fangelsinu í Yaoundé, höfuðborg Kamerún. Hann á sífellt á hættu að verða fyrir árásum eða annars konar grimmilegri, ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð vegna kynhneigðar sinnar. Amnesty International telur Jean-Claude Roger Mbede vera samviskufanga sem eingöngu er frelsissviptur vegna kynhneigðar.
Skifaðu undir hér og krefstu þess að kamerúnsk yfirvöld leysi Jean-Claude Roger Mbede tafarlaust úr haldi og breyti þeirri löggjöf sem gerir samkynhneigð refsiverða og brýtur í bága við alþjóðlega mannréttindasamninga!
