Þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gegn konum, verður 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi ýtt úr vör í 23 sinn.
Sjáðu dagskrá 16 daga átaksins hér: http://www.humanrights.is/servefir/16dagar/2013/
25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gegn konum, hefst 16 daga átak gegn kynbundu ofbeldi um allan heim. Átakinu er ýtt úr vör í 23 sinn og tekur Íslandsdeild Amnesty International þátt í ár.
Viðburðir munu fara fram víða um land, og einnig verða greinar um ýmis mál er varða átakið birtar á visir.is og í Fréttablaðinu.
Í ár eins og síðasta ár, beinir 16 daga átakið sjónum sínum sérstaklega að kynbundnu ofbeldi í stríði og vopnuðum átökum.
