Saman höfum við barist fyrir tjáningarfrelsinu og réttlætinu og gegn pyndingum og dauðarefsingum. Bestu þakkir fyrir stuðning þinn á árinu 2013.
Þúsund þakkir fyrir framlag þitt á árinu sem er að líða.
Saman höfum við barist fyrir tjáningarfrelsinu og réttlætinu og gegn pyndingum og dauðarefsingum. Bestu þakkir fyrir stuðning þinn á árinu 2013.
Nú, í lok árs, viljum við þakka þér kærlega fyrir árið sem er að líða. Í ár hefur þú hjálpað til við að bjarga manneskjum, sem dæmdar voru til dauða eða sættu pyndingum. Fyrir þína tilstuðlan hafa samviskufangar verið leystir úr haldi og raddir baráttufólks fengið að heyrast.
Árið 2013 gripu félagar og annað fólk í aðgerðastarfi okkar rúmlega 160.000 sinnum til aðgerða með bréfum, póstkortum, undirskriftum og á annan hátt til stuðnings mannréttindum, sem er rúmlega 60% aukning í aðgerðum frá árinu 2012!
Við sendum þér okkar bestu óskir um gleðilega hátíð og farsæld á nýju ári. Saman getum við unnið öflugt starf í þágu mannréttinda árið 2014!
Stjórn og skrifstofa
Íslandsdeildar Amnesty International
Hér að neðan eru góðar fréttir af bréfamaraþoninu 2013 og þakkarkveðjur frá ýmsum þeim einstaklingum sem Amnesty International hefur barist vegna:
„Ég þakka þér og ykkur öllum mjög mikið, sem hafið stutt við bakið á mér á þessum erfiðu tímum” – Góðar fréttir af bréfamaraþoninu 2013!
Amnesty International bárust nýverið þær stórkostlegu fregnir að Vladimir Akimenkov hefur verið leystur úr haldi.
Aðrar góðar fréttir
Góðar fréttir: Kínverskur blaðamaður leystur úr haldi!
Shi Tao var leystur úr haldi þann 23. ágúst 2013 og er kominn aftur til síns heima í Ningxia.
Góðar fréttir: Fórnarlambi nauðgunar hlíft við svívirðilegri refsingu
Hætt hefur verið við að refsa 15 ára stúlku, sem var nauðgað á Maldíveyjum.
Góð frétt: Raisa Radchenko leyst úr nauðungarvistun!
Hinni sjötugu Raisu Radchenko, úkraínskri ömmu og baráttukonu fyrir mannréttindum, hefur nú verið sleppt úr nauðungarvistun á geðsjúkrahúsi í Úkraínu þar sem hún var þvinguð til að gangast undir meðferð.
Stóra bangsamálinu í Hvíta-Rússlandi er lokið!
Ákærur vegna bangsa-gjörningsins 4. júlí 2012 hafa verið felldar niður. Anton Suryapin og Syarhei Basharimau eiga ekki lengur á hættu að sæta fangelsi.
Góð frétt: Beatriz frá El Salvador ekki lengur í lífshættu!
Frábærar fréttir frá Papúa Nýju-Gíneu!
Í apríl gripum við til aðgerða vegna þriggja kvenna, sem voru í haldi þorpsbúa í þorpi á Papúa Nýju-Gíneu vegna ásakana um að þær stunduðu „galdra“.
Langþráður draumur verður að veruleika!
Síðla dags í gær, þann 2. apríl 2013, samþykktu ríkisstjórnir heimsins alþjóðlegan vopnaviðskiptasamning með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
Góðar fréttir: Mao Hengfeng leyst úr haldi í Kína!
Góðar fréttir: Samviskufangi leystur úr haldi!
Góðar fréttir: Barn leyst úr haldi án ákæru í Barein!
