Sýndu hinsegin fólki í Úganda samstöðu í Bíó Paradís!

Þú getur lagt þitt af mörkum!

Með því að mæta á sýningu myndarinnar, Call me Kuchu í Bíó Paradís þann 27. febrúar klukkan 18:00 og taka þátt í umræðum um ástand mannréttindamála hinsegin fólks í Úganda að sýningu lokinni.

HVENÆR: Fimmtudaginn 27. febrúar klukkan 18:00. HVAR: Bíó Paradís

Mannréttindi hinsegin fólks í Úganda eru fótumtroðin og fyrir liggur að frumvarp sem kveður á um lífstíðarfangelsi við samkynhneigð verði lögfest í landinu. Með því verður rótgróið hatur og mismunum gagnvart þeim sem eru eða teljast hinsegin, fest í sessi.

Samtökin ´78 og Íslandseild Amnesty International styðja úgöndsku baráttusamtökin Freedom and Roam Uganda í mannréttindabaráttu þeirra fyrir réttindum hinsegin fólks í Úganda.

Þú getur lagt þitt af mörkum!

Með því að mæta á sýningu myndarinnar, Call me Kuchu í Bíó Paradís þann 27. febrúar klukkan 18:00 og taka þátt í umræðum um ástand mannréttindamála hinsegin fólks í Úganda að sýningu lokinni.