Þann 15. mars næstkomandi verða þrjú ár liðin frá því átökin hófust í Sýrlandi. Um heim allan ætlar fólk að koma saman og sýna íbúum Sýrlands stuðning sinn í verki.
Þann 15. mars næstkomandi verða þrjú ár liðin frá því átökin hófust í Sýrlandi. Um heim allan ætlar fólk að koma saman og sýna íbúum Sýrlands stuðning sinn í verki.
Íslandsdeild Amnesty International og UN Women á Íslandi, ásamt ungmennaráðum beggja ætla ekki að láta sitt eftir liggja og standa fyrir stuðningsaðgerð fyrir framan Hörpu kl. 14:00 laugardaginn 15. mars. Íslandsdeild Amnesty International og UN Women hvetja fólk til að fjölmenna og sýna í verki að Íslendingum stendur ekki á sama um þjáningar Sýrlendinga og blóðsúthellingar.
Óhætt er að fullyrða að ástandið í Sýrlandi sé ein versta mannréttindaneyð 21. aldarinnar. Á hverjum degi upplifa börn, konur og karlmenn í Sýrlandi ólýsanlegan hrylling. Talið er að rúmlega 100.000 manns hafi látið lífið. Yfir 2.5 milljónir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín síðan átökin brutust út árið 2011 og búa nú í flóttamannabúðum við landamæri Sýrlands, í Líbanon, Damaskus, Tyrklandi og Jórdaníu.
Sýrlensk stjórnvöld fremja stríðsglæpi með því að svelta borgarana. Það er hluti af stríðsrekstri fyrrnefndra.
Myndband í tengslum við stuðningsaðgerð vegna Sýrland
Ný skýrsla Amnesty International sýnir ennfremur að stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyni hafa verið framdir á sýrlenskum og palestínskum borgurum í flóttamannabúðunum Yarmouk við útjaðar Damaskus, sem sýrlenski stjórnarherinn hefur á sínu valdi.
Lífið í flóttamannabúðum er oft óbærilegt og því er starf og stuðningur mannúðarsamtaka nauðsynlegur fyrir örvinglaða borgara sem eru að feta ný skref í lífi sínu innan búðanna.
Í síðasta mánuði sendi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna frá sér ályktun 2139 þar sem skorað er á stríðandi fylkingar að binda endi á allt umsátur, gróf mannréttindabrot, þeirra á meðal stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni og veita mannúðarsamtökum óhindraðan aðgang að stríðshrjáðum svæðum. Ályktunin hefur enn ekki leitt til betri lífskjara Sýrlendinga. Við hvetjum öryggisráðið að að innleiða kröfur ályktunarinnar.
Við krefjumst þess að hver sá sem er grunaður um að fremja eða skipa fyrir um stríðsglæpi eða glæpi gegn mannkyni verði sóttur til saka, meðal annars með því að vísa málinu til Alþjóðlega sakamáladómsstólsins. Samkvæmt Rómarsáttmálanum teljast sumar gjörðir, þeirra á meðal morð, pyndingar og þvinguð mannshvörf til glæpa gegn mannkyni ef þær beinast gegn óbreyttum borgurum á kerfisbundinn hátt.
