Sýningin Fuglinn blái í Tjarnarbíó – ágóðinn rennur til starfsemi Amnesty International

Hinn 13. maí stendur
Vonarstrætisleikhúsið fyrir leiklestri í Tjarnarbíó á leikritinu Fuglinn
blái eftir Maurice Maeterlinck í tilefni 40 ára afmælis Íslandsdeildar
Amnesty International.

Hinn 13. maí stendur Vonarstrætisleikhúsið fyrir leiklestri í Tjarnarbíó á leikritinu Fuglinn blái eftir Maurice Maeterlinck í tilefni 40 ára afmælis Íslandsdeildar Amnesty International.

Gefa listamennirnir allir vinnu sína, en ágóðinn rennur til starfsemi Amnesty. Um 20 þjóðkunnir leikarar taka þátt í flutningnum.

Fuglinn bláa samdi Maeterlinck 1908 og árið 1911 hlaut þetta belgíska skáld Nóbelsverðlaun meðal annars fyrir það verk. Þar segir frá ferð ungra systkina, Tyltyl og Mytyl um margs kyns undraheima í leit að fuglinum bláa. Þarna er vikið að gildi þess að gleyma ekki fortíðinni, skynsamlegri umgengni um náttúruna og báráttu gegn ranglæti í heiminum.

Sýningardagur: Þriðjudagurinn 13. maí
Tími: 20:00
Verð: 1000 kr.

Hægt er að kaupa miða og fá frekari upplýsingar hér