Amnesty International krefst þess að tyrknesk stjórnvöld rannsaki sprenginguna í kolanámunni þann 13. maí síðastliðinn og tilkynni um hættulegar vinnuaðstæður í námum til þess að koma í veg fyrir frekari harmleiki.
Amnesty International krefst þess að tyrknesk stjórnvöld rannsaki sprenginguna í kolanámunni þann 13. maí síðastliðinn og tilkynni um hættulegar vinnuaðstæður í námum til þess að koma í veg fyrir frekari harmleiki.
„Það hefði mátt koma í veg fyrir þennan harmleik. Fjöldi dauðsfalla í tyrkneskum námum í gegnum tíðina vekur upp spurningar varðandi öryggi námumanna. Sú staðreynd að ríkisstjórnin hafnaði nýverið beiðni alþingismanna um að rannsaka alvarleg vinnutengd slys er áfall. Það er verið að leika sér með líf fólks,“ segir Andrew Gardner rannsakandi hjá Amnesty International.
Allt að 245 menn eru sagðir hafa látist og 80 særðir eftir sprenginguna í kolanámunni í Soma, Vestur-Tyrklandi. Búist er við að tala látinna eigi enn eftir að hækka til muna þar sem 800 manns voru á staðnum þegar sprengingin varð.
Náman er í eigu Soma Kömür İşletmeleri A.Ş, dótturfélags Soma Holding, stærsta framleiðanda kola neðanjarðar í Tyrklandi.
Af fyrri námuslysum í Tyrklandi má telja sprengingu sem varð árið 1992 í kolanámu nálægt héraðinu Zonguldak við Svartahafið þegar 263 námamenn létust.
Á síðasta ári sendu þingmenn stjórnarandstöðunnar tillögu til þingsins um að rannsaka vinnuslys í kolanámum í Soma. Tilllagan var studd af öllum þremur flokkum stjórnarandstöðunnar. Samt sem áður greiddi ríkjandi flokkur (AKP) atkvæði á móti tillögunni og var hún felld í byrjun maí 2014.
Tyrknesk yfirvöld verða að ráðast í rannsókn á orsökum sprengingarinnar. Fyrir þá sem lifðu af og ættingja fórnarlambanna verða að vera til úrræði sem þau hafa aðgengi að. Soma Holding verður að sýna samstarfsvilja í rannsókninni og niðurstöður hennar skulu vera gerðar opinberar,“ sagði Andrew Gardner.
