Nígería: Alþjóðabankinn snýr baki við fjölskyldum sem sætt hafa þvinguðum brottflutningi

Rannsóknarnefnd á vegum Alþjóðabankans hafnaði beiðni um rannsókn á þvinguðum brottflutningum á fólki í borginni Lagos í Nígeríu sem tengdust verkefni á vegum bankans í borginni. Synjunin ber vott um algert skeytingarleysi af hálfu Alþjóðabankans.

.

Rannsóknarnefnd á vegum Alþjóðabankans hafnaði beiðni um rannsókn á þvinguðum brottflutningum á fólki í borginni Lagos í Nígeríu sem tengdust verkefni á vegum bankans í borginni. Synjunin ber vott um algert skeytingarleysi af hálfu Alþjóðabankans.

Þann 17. júlí 2014 tilkynnti rannsóknarnefnd Alþjóðabankans niðurstöðu sína þess efnis að ekki yrði leitað frekari leiða til lausna fyrir rúmlega 9.000 íbúa sem bjuggu í óformlegum byggðum í Austur-Baída en þeir sættu þvinguðum brottflutningi í febrúar árið 2013. Að minnsta kosti 266 hús voru jöfnuð við jörðu vegna verkefnisins. Ákvörðunin bindur enda á aðild rannsóknarnefndarinnar að málinu.

Umrætt verkefni í Austur- Baída, sem styrkt var af Alþjóðabankanum, átti að verða til hagsbóta fyrir íbúa svæðisins en það miðaði að auknu aðgengi að ýmiss konar grunnþjónustu með tilkomu fjárfestinga í ýmsum grunnstoðum samfélagsins eins og frárennsli. Að tæpum 17 mánuðum liðnum hafa íbúar Austur-Badía hvorki fengið annað húsaskjól né hlotið fullnægjandi bætur.

„Þessi ákvörðun er annað og meira en vonbrigði – þetta er löðrungur fyrir íbúa Austur-Baída sem sættu þvinguðum brottflutningi og urðu fyrir vikið heimilislausir í rúmt ár. Það sem er sérstaklega óskiljalegt er að rannsóknarnefndin komst að umræddri ákvörðun eftir að hafa rætt við íbúana sem sættu brottflutningnum, heyrt sögur þeirra og litið aðstæður þeirra eigin augum“, sagði Ashfaq Khalfan, rannsakandi á vegum Amnesty International. „Framkvæmdastjórn Alþjóðabankans og forsetinn, Jim Kim ættu að kalla saman neyðarfund til að ræða ákvörðun nefndarinnar og halda í heiðri skyldur sínar gagnvart íbúum Austur-Baída“. 

Amnesty International tekur undir gagnrýni íbúanna þess efnis að aðgerðaplanið (Resettlement Action Plan/RAP) sem Alþjóðabankinn bar á borð var meingallað, brýtur í bága við mannréttindaviðmið og hlítur ekki stefnu Alþjóðabankans um þvingaða landflutninga á fólki. Alþjóðabankinn hefur ekki boðið upp á önnur húsaskjól eða annan stuðning við íbúa Austur-Badía.

Ári eftir að íbúar Austur-Baída voru þvingaðir á brott buðu yfirvöld á óseyrum Nígerfljóts íbúunum ófullnægjandi fjárhagsaðstoð. Tveir af þremur íbúum samfélagsins, sem upphaflega fóru fram á rannsókn Alþjóðabankans, hafa lýst óánægju sinni opinberlega og látið nefndina sömuleiðis vita að sú fjárhagslega aðstoð sem samfélaginu hlotnaðist frá stjórnvöldum var með öllu ófullnægjandi. Fjörtíu og fimm aðrir íbúar Austur-Badía samfélagsins hafa tekið undir gagnrýnina en rannsóknarnefndin virðist skella skollaeyrum við þeirri gagnrýni. Engu að síður lýstu fulltrúar nefndarinnar því sjálfir yfir að margir af þeim íbúum sem rætt var við hefðu kvartað yfir að bæturnar sem þeim bárust væru með öllu ófullnægjandi til að endurheimta fyrri lífskjör.
Amnesty International kallar eftir óháðri rannsókn á því hvernig rannsóknarnefnd Alþjóðabankans meðhöndlaði rannsóknarverkefnið.