Miðvikudaginn 10. september mun ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty standa fyrir nýliðafundi í húsakynnum sínum að Þingholtsstræti 27. Þar munum við kynna starfsemi ungliðahreyfingarinnar og segja frá áherslum vetrarins.
Miðvikudaginn 10. september mun ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty standa fyrir nýliðafundi í húsakynnum sínum að Þingholtsstræti 27. Þar munum við kynna starfsemi ungliðahreyfingarinnar og segja frá áherslum vetrarins.
Ungliðahreyfing Amnesty International samanstendur af ungu fólki á aldrinum 16-25 ára sem vill láta í sér heyra og leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn mannréttindabrotum. Ungliðahreyfingin heldur reglulega ýmsar uppákomur svo sem fræðslufundi, kvikmyndasýningar, undirskriftasafnanir, mótmæli og ýmislegt fleira.
Anna Lilja og Sólveig sem báðar sitja í ungliðaráði Amnesty munu halda erindi um NYC ráðstefnuna sem þær sóttu fyrir hönd Íslands í Danmörku í byrjun ágúst.
Magnús aðgerðafulltrúi Íslandsdeildarinnar mun kynna þau embætti sem eru í ungliðaráði okkar og í kjölfarið óskum við eftir umsóknum frá áhugasömum ungmennum. Langar þig að vera bíóstjóri? Ertu góð(ur) í listsköpun? Ertu flink(ur) í vefsíðugerð? Hefurðu gaman af margmiðlun? Við höfum pottþétt not fyrir þína hæfileika!
Ertu mannréttindasinni og langar þig að láta gott af þér leiða? Langar þig að legga þitt að mörkunum í að gera heiminn betri? Langar þig að vera aktivisti og standa fyrir aðgerðum á Gaypride? Menningarnótt? Airwaves? Endilega komdu og vertu með okkur.
Það verða pizzur og gos fyrir alla!
Endilega skoðið viðburðinn á Fésbókinni en hann má finna hérna.
