Tyrknesk yfirvöld verða að tryggja að landamæri landsins séu opin fyrir þá sem flýja átök og mannréttindabrot í Sýrlandi og Írak.
Tyrkland hóf að loka landmærum sínum við Sýrland eftir að 130.000 kúrdískir flóttamenn streymdu inn í landið fyrir stuttu á flótta frá ásókn vopnaðs hóps sem kallar sig Íslamska ríkið.
Tyrknesk yfirvöld verða að tryggja að landamæri landsins séu opin fyrir þá sem flýja átök og mannréttindabrot í Sýrlandi og Írak.
Tyrkland hóf að loka landmærum sínum við Sýrland eftir að 130.000 kúrdískir flóttamenn streymdu inn í landið fyrir stuttu á flótta frá ásókn vopnaðs hóps sem kallar sig Íslamska ríkið.
Þessi straumur af flóttamönnum hefur án efa aukið álagið á Tyrkland sem er komið að þolmörkum sínum, en það gefur yfirvöldum ekki afsökun fyrir því að neita þeim sem flýja hryllilegar afleiðingar stríðs um öruggan griðastað.
Til að koma í veg fyrir frekari þjáningar skiptir höfuðmáli að alþjóðasamfélagið bregðist strax við auknum fjölda örvinglaðra flóttamanna í leit að öruggu skjóli við landamærin með því að auka stuðning sinn við Tyrkland og önnur lönd sem eiga landamæri við Sýrland.
Tyrkland, sem hafði þegar tekið við á móti rúmlega einni milljón flóttamanna frá Sýrlandi þegar síðasti straumur flóttamanna kom yfir landamærin, hefur að mestu þurft að takast á við neyðarástandið á eigin spýtur. Leiðtogar heimsins hafa verið fljótir að fordæma grimmdarverkin í Írak og Sýrlandi sem hafa verið framin af Íslamska ríkinu. Nú verða þeir að aðstoða þá sem hafa flúið undan ofbeldinu.
Amnesty International hvetur lönd til að koma saman á fundi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Genf í næstu viku og takast á við þetta alþjóðlega neyðarástand í sameiningu.
Við verðum að sjá heildstæð viðbrögð vegna neyðarástands flóttafólks í Miðausturlöndum, þar á meðal frá Sýrlandi og Írak. Þau verða að fela í sér mannúðaraðstoð, áform um að aðstoða þau lönd sem hýsa flóttamennina við að veita þeim menntun, húsaskjól og heilbrigðisþjónustu og aðstoða þá tugiþúsunda flóttamanna við að setjast að á næstu árum.
Átökin í Sýrlandi hafa leitt til fjölmennasta fólksflótta í heiminum. Um þessar mundir eru rúmlega 3,3 milljónir flóttamanna frá Sýrlandi, langstærsti hluti þess hefur leitað skjóls í nágrannalöndunum og enn aðrar 6,5 milljónir fólks er vegalaust innan landamæra Sýrlands.
