Grundvallarmannréttindi eru fótum troðin í Rússlandi og fólk svipt frelsinu.
Grundvallarmannréttindi eru fótum troðin í Rússlandi og fólk svipt frelsinu.
Allt frá árinu 2012 þegar Vladimir Pútín tók við völdum á þriðja kjörtímabili sínu sem forseti Rússlands hefur heimurinn orðið vitni að einu versta mannréttindaástandi Rússlands í árafjöld.
Afturhaldssömum lögum er ýtt í gegnum rússneska þingið. Friðsöm mótmæli eru brotin á bak aftur af lögreglu, oft með miklu valdi. Mótmælendur eru handteknir og sektaðir. Óháð félagasamtök geta ekki starfað sem skyldi og eru neydd til að skrá sig sem erlendir erindrekar. Þau félagasamtök sem streitast á móti sæta þungum sektum og mörg eru lögð niður. Óháðir fréttamiðlar eru undir stöðugum þrýstingi að breyta ritstjórnarstefnu sinni og gagnrýnir netmiðlar sæta ýmsum hömlum og er oftar en ekki lokað. Áberandi aðgerðasinnar enda á bak við lás og slá. Morð á mannréttindafrömuðum og blaðamönnum eru ekki rannsökuð á óháðan og skilvirkan hátt.
Þrátt fyrir að stöðugt sé þrengt að frelsi fólks í Rússlandi eru margir sem enn láta í sér heyra og mótmæla mannréttindabrotum og kúgun í landinu. Stöndum með þeim. Látum leiðtoga Rússlands vita að heimurinn fylgist með og að okkur stendur ekki á sama. Við munum ekki þegja þunnu hljóði heldur taka undir raddir þeirra sem berjast fyrir frelsi og mannréttindum.
Taktu þátt í stuðningsaðgerðinni, Speak out for freedom. Speak out for Russia. Þú getur gert það hér: http://speakoutrussia.tumblr.com/ með eftirfarandi hætti.
1. Prentaðu út eitt myndaskilti á http://speakoutrussia.tumblr.com/ sem geymir slagorð til stuðnings aðgerðinni.
2. Taktu mynd af þér með myndaskiltið
3. Halaðu myndinni á http://speakoutrussia.tumblr.com/
Hægt er að lesa sér meira til um aðgerðina hér: http://www.amnesty.org/en/Speak-Out-Russia
