Setningu bréfamaraþons Íslandsdeildar Amnesty International aflýst vegna veðurs

 

Setningu Bréfamaraþons Íslandsdeildar Amnesty International sem fyrirhuguð var í Ráðhúsi Reykjavíkur sunnudaginn 30. nóvember klukkan 18:00 hefur verið aflýst vegna veðurs.

.

Setningu Bréfamaraþons Íslandsdeildar Amnesty International sem fyrirhuguð var í Ráðhúsi Reykjavíkur sunnudaginn 30. nóvember klukkan 18:00 hefur verið aflýst vegna veðurs.

Spáð er ofsaveðri í Reykjavík og á landinu öllu á morgun og því hefur sú ákvörðun verið tekin að aflýsa formlegri setningu Bréfamaraþons Amnesty International.

Skrifstofa samtakana mun samkvæmt venju opna dyr sínar þann 6. desember á milli 13 og 18, þar sem gestum gefst kostur á að skrifa undir aðgerðakort er varða tólf einstaklinga og hópa sem sætt hafa grófum mannréttindabrotum víða um heim. Notaleg jólastemming verður í fyrirrúmi á skrifstofu samtakana og boðið verður upp á kaffi og kruðerí. Tónlist flytja Sigríður Thorlacius, ásamt Guðmundi Óskari Guðmundssyni og Svavar Knútur mun einnig flytja nokkur valinkunn lög.