Heimspekispjall um mannréttindi í Hannesarholti

Heimspekistofnun Háskóla Íslands og Íslandsdeild Amnesty International standa að heimspekispjalli um mannréttindi mánudaginn 20. apríl kl. 20 í Hljóðbergi Hannesarholts, að Grundarstíg 10, 101 Reykjavík. 

Heimspekistofnun Háskóla Íslands og Íslandsdeild Amnesty International standa að heimspekispjalli um mannréttindi mánudaginn 20. apríl kl. 20 í Hljóðbergi Hannesarholts, að Grundarstíg 10, 101 Reykjavík. 

Mannréttindi eru þverfaglegt rannsóknarefni. Flestar greinar hug- og félagsvísinda leggja sitt af mörkum við rannsóknir á uppruna, eðli og innleiðingu mannréttinda. Áhrif heimspeki á umræðuna hafa verið breytileg frá einum tíma til annars og má segja þau séu með minnsta móti í samtímanum.

Í heimspekispjalli Hannesarholts er ætlunin að bæta úr því með heimspekilegum vangaveltum og umræðum um mannréttindi. Frummælendur verða þau Bryndís Bjarnadóttir og Ólafur Páll Jónsson. Bryndís starfar sem herferðastjóri hjá Íslandsdeild Amnesty International og hefur lokið B.A. námi í heimspeki við Háskóla Íslands og er með meistaragráðu í mannréttindafræðum frá LSE. Ólafur Páll Jónsson er heimspekingur og dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. 

Nánari upplýsingar: http://www.hannesarholt.is/vidburdur/heimspekispjall-mannrettindi-2/

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir!