Chelsea Manning sendir þakkarbréf til konu sem tók þátt í bréfamaraþoninu á Íslandi!

Fyrir skemmstu barst Marrit sem tók þátt í bréfamaraþoninu á Íslandi bréf frá Chelsea Manning þar sem hún þakkar heilshugar fyrir stuðninginn og greinir m.a. frá því að fangelsið hafi bókstaflega fyllst af kortum og bréfum henni til handa. 

Margir muna eftir máli Chelsea Manning frá Bandaríkjunum sem dæmd var í 35 ára fangelsi eftir að hafa lekið leynilegum gögnum frá Bandaríkjastjórn á vefsíðunni Wikileaks, þar á meðal efni sem afhjúpaði möguleg mannréttindabrot bandarískra hersveita á erlendri grundu. Mál hennar var tekið upp á bréfamaraþoni Íslandsdeildar Amnesty International á síðasta ári.  

Fyrir skemmstu barst Marrit sem tók þátt í bréfamaraþoninu á Íslandi bréf frá Chelsea Manning þar sem hún þakkar heilshugar fyrir stuðninginn og greinir m.a. frá því að fangelsið hafi bókstaflega fyllst af kortum og bréfum henni til handa.

Íslandsdeildin fékk bréfið undir hendur og deilir því hér hluta þess með félögum og öðrum velunnendum samtakanna! Við þökkum Marrit kærlega fyrir að deila bréfinu með okkur og ykkur öllum tókuð mál Chelsea upp á bréfamaraþoninu árið 2014