Pakistan verður að koma á tafarlausu aftökustoppi í ljósi nýjustu fregna af aftöku Shafqat Hussain en hann var á barnsaldri þegar meintur glæpur átti sér stað og pyndaður til að skrifa undir játningu, samkvæmt lögfræðingi hans.
Pakistan verður að koma á tafarlausu aftökustoppi í ljósi nýjustu fregna af aftöku Shafqat Hussain en hann var á barnsaldri þegar meintur glæpur átti sér stað og pyndaður til að skrifa undir játningu, samkvæmt lögfræðingi hans.
Shafqat Hussain sem hlaut dauðadóm árið 2004 fyrir mannrán og manndráp af gáleysi var tekinn af lífi í dag, 4. ágúst 2015, með hengingu í Karachi fangelsinu. Hann var dæmur undir hryðjuverkalögum Pakistan þrátt fyrir að ekki væri vitað til þess að Shafqat tengdist nokkrum hryðjuverkasamtökum. Aftöku hans hafði verið frestað fjórum sinnum eftir að Pakistan aflétti aftökubanni í desember árið 2014.
„Þetta er sorgardagur í Pakistan. Maður sem ekki er vitað hversu gamall er og hverra sakfelling byggði á pyndingum hefur nú þurft að gjalda lífi sínu fyrir glæp sem ekki má refsa fyrir með dauðadómi samkvæmt alþjóðalögum. Ríkisstjórn Pakistan sýnir harðvítugt skeytingarleysi gagnvart mannlegu lífi og alþjóðalögum. Ríkisstjórnin hundsaði meira að segja tilmæli frá eigin stofnun, Sindh – mannréttindanefndinni, sem lagði til að hæstiréttur landsins tæki tillit til ungs aldurs Shafqat þegar meintur glæpur átti sér stað og játningar sem fengnar voru með pyndingum“, segir David Griffiths yfirmaður rannsóknarteymis Suður-Asíu.
Allt frá því að Pakistan aflétti aftökubanni í landinu í desember 2014 hafa a.m.k. 200 aftökur átt sér stað samkvæmt Amnesty International.
„Það er of seint að bjarga lífi Shafqat Hussain en þúsundir annarra eru enn á dauðadeild í Pakistan. Á síðustu átta mánuðum hafa stjórnvöld tekið a.m.k. 200 manns af lífi. Þetta verður að stöðva tafarlaust. Stjórnvöld verða að koma á aftökustoppi með það að markmiði að binda enda á dauðarefsinguna í Pakistan“, segir David Griffiths.
