Íslandsdeild Amnesty International býður í vöfflukaffi!

Í tilefni Menningarnætur næstkomandi laugardag, 22. ágúst, býður Íslandsdeild Amnesty International gestum og gangandi í vöfflukaffi.

Í tilefni Menningarnætur næstkomandi laugardag, 22. ágúst, býður Íslandsdeild Amnesty International gestum og gangandi í vöfflukaffi.

Boðið verður upp á rjúkandi heitar vöfflur á milli klukkan 14:00 og 16:00 í húsnæði Íslandsdeildarinnar á Þingholtsstræti 27. 

Endilega gangið í bæinn og gæðið ykkur á ljúffengum vöfflum, kakói og kaffi og kynnið ykkur mikilvæg málefni! 

Við hlökkum til að sjá ykkur,
starfsfólk Íslandsdeildar Amnesty International