Jólakortin eru fáanlega á skrifstofu Amnesty International Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík auk þess að vera komin í verslanir Pennans / Eymundsson og Bóksölu stúdenta. Kortin eru 10 saman í pakka ásamt umslögum og kosta 1800 kr. og er hægt að fá þau með eða án áletraðri jólakveðju.
Íslandsdeild Amnesty hefur ætíð leitast við að fá verk íslenskra listamanna til að prýða kortin. Að senda jólakort Amnesty til vina og vandamanna er hefð á mörgum heimilum. Með því að kaupa jólakort samtakanna styður þú við bakið á mannréttindabaráttu Amnesty International.
Mynd eftir myndlistakonuna Erlu Þórarinsdóttir prýðir kortið í ár og heitir 64°09N & 21°57W oxídasjón. Kortið er 21 cm á breidd og 10 cm á hæð og því kjörið að setja ljósmyndir að stærð 10×15 cm inn í kortið.
Jólakortin eru fáanlega á skrifstofu Amnesty International Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík auk þess að vera komin í verslanir Pennans Eymundsson og Bóksölu stúdenta. Kortin eru 10 saman í pakka ásamt umslögum og kosta 1800 kr. og er hægt að fá þau með eða án áletraðri jólakveðju. Við sendum einnig út á land og er hægt að panta jólakortin hér í gegnum heimasíðuna, í síma 511-7900 eða með því að senda tölvupóst á amnesty@amnesty.is
Fyrirtæki og stofnanir geta einnig pantað óbrotin kort hjá skrifstofunni til þess að prenta í jólakveðju til viðskiptavina sinna.
Styrktu mannréttindabaráttu Amnesty International með kaupum á kortum frá okkur!
