Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty afhenti undirskriftir til innanríkisráðuneytisins vegna verndar fólks á flótta

Í tilefni af alþjóðlegum mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna 10. desemember afhenti Íslandsdeild Amnesty International innanríkisráðuneytinu, á, 2.026 undirskriftir Íslendinga sem taka undir áskorun deildarinnar um að íslensk stjórnvöld bregðist ekki þeirri skyldu sinni að taka á móti og vernda fólk á flótta samkvæmt 14. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna sem segir: „Allir eiga rétt til að leita og njóta griðlands erlendis gegn ofsóknum“. 

Í tilefni af alþjóðlegum mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna 10. desemember afhenti Íslandsdeild Amnesty International innanríkisráðuneytinu, á, 2.026 undirskriftir Íslendinga sem taka undir áskorun deildarinnar um að íslensk stjórnvöld bregðist ekki þeirri skyldu sinni að taka á móti og vernda fólk á flótta samkvæmt 14. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna sem segir: „Allir eiga rétt til að leita og njóta griðlands erlendis gegn ofsóknum“.

Á degi hverjum, um heim allan, tekur fólk erfiðustu ávörðun lífs síns; að yfirgefa landið sitt og heimili, í leit að betra lífi. Ástæðan getur verið margvísleg og flókin. Sumir yfirgefa heimaland sitt af efnahagslegum ástæðum eða til að leita sér menntunar. Aðrir flýja heimili sitt til að komast hjá grófum mannréttindabrotum, eins og pyndingum, ofsóknum, stríðsástandi, örbirgð eða til að halda lífi.

Ferð þeirra frá heimalandinu kann vel að markast af hættum og ótta. Sumir þurfa að takast á við kynþáttahatur, útlendingahatur og mismunun þegar þeir koma til annarra landa.

Flóttamannavandinn sem blasir við hefur tekið einn stærsta toll mannslífa meðal flóttamanna og farandfólks á þessu ári. Samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafa 3.550 manns þegar látið lífið á leið sinni til Evrópu frá 1. janúar 2015.

Evrópa tekst ekki á við ábyrgð sína við að leysa fordæmalausan flóttamannavanda og hefur mistekist að skapa örugga leið fyrir flóttamenn, leið þar sem réttindi og vernd eru í fyrirrúmi, í samræmi við þá mannhelgi og reisn sem flóttafólkið á tilkall til.“

Leiðtogar allra Evrópuríkja, á Íslandi þeirra á meðal, verða að gera mun betur og tryggja vernd fyrir fleira fólk, deila ábyrgðinni betur og sýna öðrum löndum og þeim sem eru í sárustu þörfinni, samstöðu.

Íslandsdeild Amnesty International skorar á íslensk stjórnvöld að taka virkan þátt í lausn flóttamannavandans og tryggja að flóttafólk:

Sé ekki sent aftur til landa þar sem öryggi þess og réttindum er ógnað.

Fái hæli þegar það er berskjaldað fyrir mannréttindabrotum.

Sæti ekki mismunun.

Hafi aðgang að vinnu, húsnæði og hljóti menntun.

Geti ferðast frjálst um og haldi ferðagögnum og persónuskilríkjum.

 

Íslensk stjórnvöld verða jafnframt að tryggja að hælisleitendur:

 Fái inngöngu í landið til að geta sótt um hæli.

Séu ekki sendir til baka til lands þar sem þeir eiga á hættu að sæta pyndingum eða annarri illri meðferð eða ofsóknum.

Hafi aðgang að sanngjörnu og skilvirku hælisumsóknarferli, og ef þeir eru sendir til baka sé öryggi þeirra og reisn tryggð.