Á dögunum stóð Grunnskólinn í Hveragerði fyrir góðgerðadegi þar sem öllu sveitafélaginu var boðið í heimsókn. Nemendur skólans lögðu hefðbundin skólastörf til hliðar dagana á undan og unnu að margvíslegum verkefnum og afrakstur þeirrar vinnu gátu gestir og gangandi virt fyrir sér og notið á góðgerðardeginum sjálfum.
Á dögunum stóð Grunnskólinn í Hveragerði fyrir góðgerðadegi þar sem öllu sveitafélaginu var boðið í heimsókn. Nemendur skólans lögðu hefðbundin skólastörf til hliðar dagana á undan og unnu að margvíslegum verkefnum og afrakstur þeirrar vinnu gátu gestir og gangandi virt fyrir sér og notið á góðgerðardeginum sjálfum. Dagurinn hófst með gangasöng sem ómaði um allt sveitarfélagið. Í beinu framhaldi opnuðu nemendur skólans kaffihús þar sem áhugasamir gátu verslað sér léttar veitingar gegn vægu gjaldi. Einnig stóðu þeir fyrir metnarfullu markaðstorgi þar sem ýmis konar handverk var til sölu. Grunnskólinn í Hveragerði fól nemendum skólans að ákveða hvert andvirði sölunnar myndi renna. Umræða var tekin í öllum bekkjum og hugmyndir fengnar að félagasamtökum til að taka á móti ágóðanum en svo valdi nemendaráð skólans eitt af þeim. Eftir vandlega yfirlegu ákvað nemendaráð skólans að láta allan ágóða dagsins renna til Íslandsdeildar Amnesty International. Nemendur skólans vildu með því leggja hinni hnattrænu mannréttindabaráttu lið og er það einkar viðeigandi þar sem vinátta og virðing eru einmitt tvö af lífsgildum skólans. Lögðust nemendur á eitt að skapa vinalegan góðgerðardag og treystu á íbúa sveitafélagsins að taka vel undir.
Smári Arnfjörð Brynjarsson gjaldkeri nemendaráðsins afhenti Magnúsi aðgerðastjóra Íslandsdeildar Amnesty International styrkinn við hátíðlega athöfn.
Magnús Sigurjón Guðmundsson aðgerðastjóri hjá Íslandsdeild Amnesty International heimsótti skólann og fræddi nemendur á unglingastigi um sögu samtakanna og þau áherslumál sem núna eru í brennidepli. Hann þakkaði nemendum Grunnskólans í Hveragerði vel og innilega fyrir vaska frammistöðu og fullvissaði þau um að styrkur þeirra yrði lagður á vogarskálar mannréttindabaráttunnar. Smári Arnfjörð Brynjarsson gjaldkeri nemendaráðs skólans afhenti Magnúsi aðgerðastjóra við hátíðlega athöfn afrakstur góðgerðardagsins en alls söfnuðust 480.000 krónur. Íslandsdeild Amnesty International þakkar Grunnskólanum í Hveragerði innilega fyrir stuðninginn. Það er greinilegt að í Hveragerði býr drífandi og dugleg æska sem lætur sig málefni annarra varða. Framtíðin er bersýnilega björt.
