Samningur Evrópusambandsins og Tyrkja. Ríki mega ekki loka augunum fyrir löngum lista mannréttindabrota gegn flóttafólki.

Frá því að samningurinn milli Evrópusambandsins og Tyrkja var undirritaður hefur Amnesty International ásamt fleiri samtökum skráð  atvik þar sem flóttafólki er meinaður aðgangur að Tyrklandi við landamæri Sýrlands, öryggissveitir skjóta að því og það neytt til þess að snúa aftur til upprunalands síns.

Frá því að samningurinn milli Evrópusambandsins og Tyrkja var undirritaður hefur Amnesty International ásamt fleiri samtökum skráð  atvik þar sem flóttafólki er meinaður aðgangur að Tyrklandi við landamæri Sýrlands, öryggissveitir skjóta að því og það neytt til þess að snúa aftur til upprunalands síns.

Angela Merkel þarf að tryggja að tyrknesk yfirvöld hætti að senda flóttamenn til baka til heimalandsins og innleiði að fullu lög um alþjóðlega vernd.

Tyrkland snýr flóttamönnum til heimalandsins á ólöglegan hátt

Vitnisburðir sem Amnesty International hefur tekið saman varpa ljósi á hvernig tyrknesk yfirvöld hafa safnað fólki saman sem flúið hefur stríðsástandið í Sýrlandi, þar á meðal þunguðum konum og börnum, og sent það til baka til heimalandsins – aðgerðir sem standast hvorki tyrknesk né alþjóðalög.

Flóttafólk annars staðar frá hefur mátt þola svipaða meðferð. Tyrkland vísaði 30 afgönskum hælisleitendum úr landi aðeins fáum klukkustundum eftir að Tyrkir skrifuðu undir umræddan samning, þrátt fyrir staðhæfingar hælisleitendanna um að þeir yrðu fyrir árásum Talibana ef þeir snéru aftur til heimalandsins.

Síðastliðna mánuði hafa tyrknesk yfirvöld lokað landamærum sínum fyrir öllum nema alvarlega særðu sýrlensku flóttafólki. Á síðustu vikum hefur dæmum fjölgað um að skotið hafi verið á sýrlenskt flóttafólk og það drepið á leið sinni yfir landamærin.

Tyrknesk yfirvöld hindra eftirlit með meðferð á flóttafólki

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og félagasamtökum er meinaður aðgangur að búðum þar sem flóttamenn hafast við, þar á meðal eru flóttamenn sem hafa verið sendir til baka frá Grikklandi á grundvelli samningsins milli Evrópusambandsins og Tyrkja.

Þegar óháðum aðilum er meinað að kanna aðstæður aukast líkur á að mannréttindabrot eigi sér stað á tyrkneskum svæðum þar sem flóttafólk er kyrrsett.

Amnesty International hefur áður gert grein fyrir atvikum þar sem flóttafólki er haldið í einangrun í Tyrklandi án lögfræðiaðstoðar, málsvara eða möguleika á að eiga samskipti við umheiminn.

Óháð eftirlit er nauðsynlegt til þess að tryggja að mannréttindi flóttafólks sem vísað er frá Grikklandi yfir til Tyrklands eða sem kemur frá Sýrlandi, séu virt að fullu.

Leiðtogar Evrópusambandsins þurfa að tengjast veruleikanum. Tyrkland er ekki öruggt land fyrir flóttafólk til að snúa aftur til. Leiðtogar Evrópuríkjanna verða að hætta að víkjast undan skyldum sínum um að taka á móti flóttafólki sem ekki getur fengið vernd annars staðar. Þeir verða að hætta að snúa flóttafólki aftur til Tyrklands þar til aðstæður þar hafa verið bættar. Ríki innan Evrópu geta og eiga að einbeita sér að er að koma á fót metnaðarfullu kerfi við að finna flóttafólki búsetu og koma á fót öruggum og löglegum leiðum fyrir flóttafólk í Tyrklandi á leið sinni til Evrópu.