Amnesty International birtir stefnu og rannsóknir um verndun réttinda vændisfólks

Í dag, 26. maí 2016, birtir Amnesty International stefnu sína varðandi verndun vændisfólks gegn mannréttindabrotum og misnotkun, ásamt því að birta fjórar rannsóknarskýrslur um stöðu þessara mála í Papúa Nýju-Gíneu, Hong Kong, Noregi og Argentínu.

Í dag birtir Amnesty International stefnu sína varðandi verndun vændisfólks gegn mannréttindabrotum og misnotkun, ásamt því að birta fjórar rannsóknarskýrslur um stöðu þessara mála í Papúa Nýju-Gíneu, Hong Kong, Noregi og Argentínu. Landaskýrsurnar má lesa hér: Papúa Nýja-Gínea, Hong Kong, Noregur og Argentína.

Vændisfólk er í aukinni hættu á að verða fyrir margvíslegum mannréttindabrotum þar á meðal nauðgunum, ofbeldi, kúgun og mismunun. „Allt of oft nýtur það engrar eða mjög takmarkaðrar verndar í lögum og hefur litla möguleika á að fá úrlausn mála sinna,“ segir Tawanda Mutasah, sem fer fyrir málefnum laga og stefnumótunar hjá Amnesty International.

Stefna okkar útlistar hvernig stjórn­völd verða að gera meira til þess að vernda vænd­is­fólk gegn brotum og misnotkun. Rann­sókn­irnar beina athygli að vitn­is­burði vænd­is­fólks og erfið­leika þess.

Ef viðskiptavinur er slæmur þá þarftu sjálf/-ur að takast á við það allt til enda. Þú hringir aðeins á lögregluna ef þú heldur að þú munir deyja. Ef þú hringir á lögregluna, þá missir þú allt.

Viðmælandi sem stundar vændi í Noregi