Fylgst með liði flóttamanna keppa á Ólympíuleikunum í einum stærstu flóttamannabúðum heims

Flóttafólk í flóttamannabúðunum í Kakuma í Kenía hvetur með stolti lið flóttafólks sem keppir á Ólympíuleikunum í Ríó de Janeiro. 

Flóttafólk í flóttamannabúðunum í Kakuma í Kenía hvetur með stolti lið flóttafólks sem keppir á Ólympíuleikunum í Ríó de Janeiro. Flóttafólkinu er gert kleift að fylgjast með leikunum á breiðtjaldi sem komið hefur verið upp í flóttamannabúðunum, þökk sé verkefni FilmAid sem Amnesty International studdi.
Michelle Kagari, svæðisstjóri Amnesty International fyrir Austur-Afríku, lét eftirfarandi orð falla: „Þessar tvær vikur hafa verið uppspretta vonar og innblásturs fyrir keppendur í liði flóttafólks og milljónir annarra flóttafólks sem fylgjast með þeim á leikunum um heim allan. Þátttaka flóttafólks á Ólympíuleikunum er gott fyrsta skref í þá átt að bjóða flóttafólk velkomið, skref sem heimsbyggðin öll ætti að taka, til að færa flóttfólk út úr kuldanum og halda von þeirra á lífi.“
Magu Ngumo, leikstjóri FilmAid sagði eftirfarandi: „FilmAid hefur starfað í flóttamannabúðunum í Kakuma í rúmlega áratug en við höfum aldrei upplifað ungt fólk jafn stolt. Sýning Ólympíuleikanna í Kakuma gefur ungu flóttafólki tækifæri til að upplifa að það á fulltrúa á leikunum og að það er ekki gleymt umheiminum. Unga flóttafólkið upplifir að það er ekki aðeins séð í ljósi hörmunga og stríðsátaka heldur sem einstaklingar sem eiga sér draum og hafa styrk og löngun til uppfylla þessa drauma.“
Hér má sjá myndband af flóttafólki í Kakuma fylgjast með Ólympíuleikunum .