Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International mun standa fyrir aðgerð á kvikmyndahátíðinni RIFF, laugardaginn 8. október kl. 19:00 í Bíó Paradís og safna undirskriftum á ákall til íslenskra stjórnvalda vegna flóttamannakrísunnar.
Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International mun standa fyrir aðgerð á kvikmyndahátíðinni RIFF, laugardaginn 8. október kl. 19:00 í Bíó Paradís og safna undirskriftum á ákall til íslenskra stjórnvalda vegna flóttamannakrísunnar. Sýningargestir á verðlaunamyndinni Fire at Sea verða hvattir, fyrir og eftir sýningu myndarinnar, til að setja nafn sitt við áskorun til íslenskra stjórnvalda þar sem skorað er á þau að hugsa nýjar og markvissar leiðir til að taka á móti fleira fólki sem flýr stríðsátök og ofsóknir, og veita fleira fólki sem býr við ömurlegar aðstæður í flóttamannabúðum eins og í Líbanon eða á Grikklandi, endurbúsetu hér á landi.
Í þessari stórbrotnu heimildamynd sem vann Gullbjörnin, aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar Berlinale 2016, er sýnt frá lífi fólks á Ítölsku eyjunni Lampedusa, sem er staðsett í framlínu flóttamannastraums sem nú geysar í heiminum í dag.
Hér má sjá stutta glefsu úr myndinni:
