Bréfamaraþonið 2016

Senn líður að Bréfamaraþoni Íslandsdeildar Amnesty International.

Bréfamaraþon Amnesty International er einn stærsti mannréttindaviðburður heims og sönnun þess að í krafti fjöldans er unnt að umturna lífi fólks sem sætir grófum mannréttindabrotum. Á síðasta ári sendu einstaklingar um heim allan 3,7 milljónir bréfa, korta, smáskilaboða og tölvupósta í þágu þolenda pyndinga, samviskufanga, fanga á dauðadeild og kvenna og stúlkna sem neyddar eru í hjónabönd. Á Íslandi voru rúmlega 81 þúsund bréf og kort send utan sem verður að teljast stórkostlegur árangur og vitnisburður um sífellt vaxandi hóp Íslendinga sem lætur sig mannréttindi varða. 
Í krafti samstöðunnar á síðasta ári breyttuð þið lífi fjölda þolenda mannréttindabrota sem lesa má um hérna.
Fleiri þurfa nú hjálpar við. Í Bréfamaraþoninu í ár verða tekin fyrir ellefu mál einstaklinga og hópa sem allir þurfa sárlega á aðstoð þinni að halda. 
Bréfamaraþonið fer fram daga 3. til 17. desember á ýmsum stöðum á landinu sem auglýstir verða síðar heimasíðu samtakanna.
Á skrifstofu samtakanna verður Bréfamaraþonið haldið þann 10. desember kl. 13-17, að Þingholtsstræti 27, þriðju hæð. Að venju verður boðið upp á kaffi og kruðerí, og lifandi tónlist leikin. 
Vonumst til að sjá ykkur sem flest!