Að senda jólakort Íslandsdeildarinnar til vina og vandamanna er hefð á mörgum heimilum. Með kaupum á jólakortum samtakanna styður þú við bakið á mannréttindabaráttu Íslandsdeildar Amnesty International.Myndin Kyrralíf eftir listamanninnn Daða Guðbjörnsson prýðir kortið í ár.
Íslandsdeild Amnesty hefur ætíð leitast við að fá verk íslenskra listamanna til að prýða kortin. Að senda jólakort Íslandsdeildarinnar til vina og vandamanna er hefð á mörgum heimilum. Með kaupum á jólakortum samtakanna styður þú við bakið á mannréttindabaráttu Íslandsdeildar Amnesty International.Myndin Kyrralíf eftir listamanninnn Daða Guðbjörnsson prýðir kortið í ár. Kortið er 17 sm á breidd og 10 sm á hæð. Inn í kortið passa ljósmyndir af stærðinni 10×15 sm.
Jólakortin eru fáanleg á skrifstofu Amnesty International í Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík á opnunartíma skrifstofunnar frá 9-17. Auk þess eru þau komin í verslanir Pennans Eymundsson og Bóksölu stúdenta. Kortin eru 10 saman í pakka ásamt umslögum og kosta 1800 kr. Hægt er að fá þau með eða án áletraðri jólakveðju.
Smelltu hér til að kaupa kortin í Amnesty-búðinni: https://www.amnesty.is/amnesty-budin/nr/2393
Við sendum einnig út á land og bætist þá sendingarkostnaður ofan á verðið. Hægt er að panta jólakortin í gegnum vefsíðu samtakanna, í síma 511-7900 eða með því að senda tölvupóst á amnesty@amnesty.is
Styrktu mannréttindabaráttu Amnesty International með kaupum á kortum frá okkur!
