Eitruð orðræða má ekki móta ríkisstjórnarstefnu Bandaríkjanna

Bandaríkin – Amnesty International
hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna kjörs Donalds Trumps til
forseta Bandaríkjanna.

Amnesty International
hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna kjörs Donalds Trumps til
forseta Bandaríkjanna.Í kosningabaráttu sinni hefur
nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, oft valdið alvarlegum áhyggjum um
að Bandaríkin standi ekki við framtíðarskuldbindingar sínar og taki ábyrgð í
mannréttindamálum. Nú verður hann að snúa við blaðinu og bæði staðfesta og
hlíta skyldum Bandaríkjanna hvað varðar mannréttindi, heima fyrir sem og á
erlendri grundu,” segir Salil Shetty, framkvæmdastjóri Amnesty International.Í aðdraganda forsetakosninganna hafa
Bandaríkin orðið vitni að óhugnanlegri og stundum eitraðri orðræðu Trumps,
nýkjörnum forseta, og öðrum. Þessi orðræða getur ekki og má alls ekki móta ríkisstjórnarstefnu
Bandaríkjanna. Það útlendingahatur, sú karlremba og þær hatursfullu
athugasemdir sem komið hafa fram í máli Trumps eiga ekkert erindi hjá
stjórnvöldum. Hinn nýkjörni forseti, Trump, verður
að staðfesta opinberlega skuldbindingar Bandaríkjanna að verja mannréttindi
allra án mismununar. Hvort heldur sem er í fangabúðum eða með beitingu pyndinga
höfum við séð hörmulegar afleiðingar þess þegar þjóðkjörnir fulltrúar okkar hér
í Bandaríkjunum hunsa skyldur landsins í mannréttindamálum. Allir þeir sem nú
hafa verið þjóðkjörnir, frá hæstráðendum til borgarstjórnar – þurfa að hafa
þetta hugfast,” segir Margaret Huang, framkvæmdarstýra Bandaríkjadeildar
Amnesty International.