Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi stendur yfir sýning listamannsins Erró, Stríð og friður.
Í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi stendur yfir sýning listamannsins Erró, Stríð og friður. Vikulegir friðarfundir eru haldnir á fimmtudagskvöldum í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi sem hluti af sýningardagskrá haustsins.
Á friðarfundinum þann 1. desember næstkomandi kl. 20:00 mun Bryndís Bjarnadóttir, herferðastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, fjalla um mannréttindahugtakið í víðu samhengi og mannréttindaverndina eins og hún birtist í starfi Amnesty International.Gestum verður boðið að skrifa undir aðgerðakort til stuðnings ellefu þolendum mannréttindabrota. Aðgerðakortin eru hluti af Bréfamaraþoni samtakanna.
Frítt er inn á sýninguna og fyrirlesturinn. Við hvetjum félaga til að fjölmenna.
Vinsamlegast meldið ykkur á viðburðinn hérna.
