„Allir geta verið jákvæðir í garð Amnesty International því samtökin starfa í þágu fólksins en ekki til að hagnast á því,“ segir hinn 26 ára gamli Majid Zarei frá Íran sem hefur búið á Íslandi í rúmt ár og ætlar að hlaupa 3 km í Reykjavíkurmaraþoninu nú á laugardaginn til styrktar Amnesty International.
„Allir
geta verið jákvæðir í garð Amnesty International því samtökin starfa í þágu
fólksins en ekki til að hagnast á því,“ segir hinn 26 ára gamli Majid Zarei frá
Íran sem hefur búið á Íslandi í rúmt ár og ætlar að hlaupa 3 km í Reykjavíkurmaraþoninu
nú á laugardaginn til styrktar Amnesty International.Majid,
sem er flóttamaður, er einn þeirra sem tók þátt í myndbandinu Velkomin – Horfumst í augu sem eflaust margir landsmenn sáu á sjónvarpsskjánum í vetur en Íslandsdeild
Amnesty International lét framleiða myndbandið í tengslum við herferð samtakanna
í þágu flóttafólks.„Ég
tók þátt í myndbandinu því ég vildi leggja mitt af mörkum til að hjálpa
Íslendingum og útlendingum að ná betur saman,“ segir Majid. „Ég hef eignast
marga góða vini á Íslandi en ég veit að það eru margir sem flutt hafa til
landsins, hvort heldur sem er flóttamenn eða aðrir útlendingar, sem hafa átt
erfitt með að kynnast Íslendingum. Ég tel að það myndi gera öllum gott, bæði
þeim aðfluttu og íslensku samfélagi, ef fólk reyndi að kynnast betur. Við höfum
öll sögur að segja sem okkur langar að deila.“
Majid
segir það hafa verið jákvæða reynslu að taka þátt í myndbandinu og að fólk hafi
sagt honum að myndbandið hafi breytt sýn sinni á flóttafólk. „Ég held að ef
fólk sem þekkir okkur ekki og hefur kannski einhverja fordóma myndi setjast
niður með okkur og heyra okkar sögur, hver við erum og hvaðan við komum, þá
myndi viðhorf þess breytast.“Majid
segist ánægður á Íslandi og sé farinn að líta á sig sem örlítið íslenskan. Hann
borðar meira að segja hrossakjöt! Hann á góða vini og er ánægður í starfi en
hann vinnur hjá byggingarfélaginu Eykt sem byggingatæknifræðingur. Og nú ætlar
hann að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu líkt og þúsundir annarra. Þrátt fyrir
að vera ekki mikill hlaupaáhugamaður hlakkar hann til að vera með og hlaupa til
góðs.Majid
og Íslandsdeild Amnesty International skora á vini og samstarfsfólk Majids að
heita á hann í Reykjavíkurmaraþoninu og styðja þannig við
mannréttindabaráttuna. Hægt er að heita á Majid og aðra Amnesty-hlaupara hér.
