Nú, í
lok árs, óskum við þér gleðilegrar hátíðar og þökkum þér kærlega fyrir árið sem
er að líða.
.
Nú, í lok árs, óskum við þér gleðilegrar hátíðar og þökkum
þér kærlega fyrir árið sem er að líða. Þú hefur hjálpað til við að opna dyr
fangelsa þar sem fólki er haldið án ástæðu, koma í veg fyrir pyndingar,
ofsóknir og aftökur um allan heim. Fyrir þína tilstuðlan hafa raddir flóttafólks
og baráttufólks fengið að heyrast og samviskufangar verið leystir úr haldi.Á þessu ári hafa einstaklingar gripið rúmlega 160.000 sinnum til aðgerða á vegum Íslandsdeildarinnar til stuðnings mannréttindum – gegnum netáköll, SMS-skilaboð, aðgerðakort eða með
öðrum hætti. Einn stærsti mannréttindavandi síðari ára felst í sinnuleysi
stjórnvalda víða um heim gagnvart þeirri ábyrgðarskyldu að veita flóttafólki
frá stríðshrjáðum löndum vernd og skjól. Til að bregðast við vandanum hefur Íslandsdeild
Amnesty lagt allt kapp á að þrýsta á bæði erlend og innlend stjórnvöld að bregðast
við þeirri brýnu og miklu neyð sem flóttafólk býr við í dag. Alls hafa
Íslendingar gripið rúmlega 27.000 sinnum til aðgerða í þágu flóttafólks á árinu
í gegnum netáköll, aðgerðakort, SMS-skilaboð eða með öðrum hætti. Þá sendum við
rúmlega 5.000 undirskriftir til íslenskra stjórnvalda þar sem skorað var á þau
að taka á móti fleira kvótaflóttafólki á næstu árum.Árið 2017 hélt starfsfólk Íslandsdeildar Amnesty
International 66 fræðslur í grunnskólum, félagsmiðstöðvum og framhaldsskólum og
fræddi samtals 2.407 ungmenni um mannréttindi. Þá voru haldnar 7 vinnusmiðjur
fyrir 72 grunn- og framhaldsskólakennara á árinu um tækifæri í
mannréttindakennslu.Ungliðastarf Amnesty International gekk vel í ár. Alls
skráðu 107 ungmenni sig til viðbótar í ungliðahópa um land allt og stóðu þeir
fyrir aðgerðum víða. Gríðarleg vakning hefur verið á Höfn í Hornafirði og stóðu
Norðlendingar sig einnig vel. Ungliðar okkar stofnuðu ungliðaráð á Norðurlandi,
Suðurlandi, Austurlandi og nokkra skólahópa á höfuðborgarsvæðinu.Hér eru nokkrar
fréttir um þann árangur sem náðist með samtakamætti okkar árið 2017:Ísrael: Palestínskur sirkuslistamaður leystur úr haldiPalestínskur
sirkulistamaður og kennari, Mohamed Faisal Abu Sakha, var leystur úr haldi í
ágúst. Mál hans var í netákalli Amnesty International í febrúar 2016. „Frá hjarta mínu vil ég þakka öllum sem stóðu
með mér með orðum, myndum, hugmyndum, skilaboðum eða sýndu mér samkennd á meðan
ég var í haldi í fangelsi í Ísrael. Kærar þakkir fyrir baráttu ykkar og herferð
til að binda enda á varðhald án dómsúrskurðar.“https://www.amnesty.is/starfid-okkar/frettir/godar-frettir/israel-palestinskur-sirkuslistamadur-leystur-ur-haldiSúdan: Dr. Mudawi leystur úr haldi eftir átta mánaða
óréttláta fangavistDr. Mudawi var leystur úr haldi, ásamt fimm öðrum
mannréttindafrömuðum í ágúst. Mál
hans var hluti af SMS-aðgerðaneti Amnesty International í maí á þessu ári.https://www.amnesty.is/starfid-okkar/frettir/godar-frettir/sudan-dr-mudawi-leystur-ur-haldi-eftir-atta-manada-orettlata-fangavistFyrrum embættismaður
laus úr haldi í ÚsbekistanErkin Musaev var dæmdur í 20 ára fangelsi árið 2007 í
kjölfar ósanngjarnra réttarhalda. Í ágúst fyrirskipaði forsetinn lausn hans úr
fangelsi. Mál Erkin Musaev var tekið fyrir á Bréf til bjargar lífi árið 2014 og
var einnig hluti af herferð samtakanna, Stöðvum pyndingar.„Ég þakka aðgerðasinnum Amnesty International frá mínum
dýpstu hjartarótum, auk þeirra sem studdu mig og fjölskyldu mína á þessum
erfiðu tímum. Þetta er sannarlega stór sigur þar sem ykkar framlag skipti
sköpum.“https://www.amnesty.is/starfid-okkar/frettir/godar-frettir/usbekistan-erkin-musaev-laus-ur-haldiTyrkneskur
dómstóll leysir mannréttindafrömuði úr haldiFramkvæmdastjóri Tyrklandsdeildar Amnesty International
ásamt 9 öðrum mannréttindafrömuðum voru leystir úr haldi en eru þó enn í hættu.https://www.amnesty.is/starfid-okkar/frettir/godar-frettir/tyrkneskur-domstoll-leysir-mannrettindafromudi-ur-haldiPerú: Hæstiréttur
fellir niður mál Máxima Acuña AtalayaÍ maí 2017 var felld niður ákæra á hendur Máxima Acuña,
bónda sem greip til aðgerða til að mótmæla atferli eins stærsta
gullgraftarfyrirtækis í heimi. Mál Máxima Acuña var tekið fyrir í Bréf til
bjargar lífi árið 2016.„Haldið áfram að veita stuðning og hjálp, ekki bara til
mín, lofið þið því?“ https://www.amnesty.is/starfid-okkar/frettir/godar-frettir/peru-yfirvold-binda-enda-a-mal-gegn-mannrettindafromudi Við sendum þér okkar bestu óskir um gleðilega hátíð og
farsæld á nýju ári. Saman skulum við áfram vinna öflugt starf í þágu
mannréttinda árið 2018!Stjórn og skrifstofa Íslandsdeildar Amnesty International
